I þessari grein ætla eg að fara létt i gegnum sögu einnar bestu þungarokkshljómsveitar sem uppi hefur verið.
ARTCH var stofnuð í jan árið 1983 af þeim Cato Andre Olsen(Cato) gitarleikara og Bernt Jansen bassaleikara.
Þeir sameinuðust fljótlega annari hljómsveit sem hét Oxygen. Þá bættust þeir Geir Nilssen(Gill) á gítar og trommarinn Jorn Jamissen.
Eftir að hafa gert nokkur demó og ódyrt vídeó ákváðu þeir að þeir yrðu að finna söngvara. Þeir fundu mann að nafni Espen Hoff sem að virtist mundi fitta alveg fullkomnlega i bandið.
En ekkert varð að því þar sem að Espen lést i hræðilegu mótorhjólaslysi á leiðinni á æfingu.
Liðsmenn sveitarinnar þurftu því að fara að leita á ný að nýjum söngvara.
Liðsmenn sveitarinnar fréttu af söngvara á islandi sem sagt væri að gæti passað inní myndina og það gerði hann svo sannarlega.
Eiríkur Hauksson var akkurat það sem að liðsmenn sveitarinnar voru bunir að vera leita að. Ein æfing með honum og liðsmenn sveitarinnar bara trúðu því ekki sem upp ur honum kom.
Eirikur var boðið i bandið sem hann þáði og flutti til noregs.
Hljómsveitin gerði 2laga demo og for til London að freista gæfunnar um að fá plötusammning. Þeir snéru heim með tóma vasa.
En drengirnir gáfust ekki upp ráðalausir þeir hjálpuðu til við að byggja stúdíó í noregi og fengu i staðin að hljóðrita plötu.
Þeir hljóðrituðu sína fyrstu breiðskífu árið 1987 sem fékk nafnið ANOTHER RETURN. Þeir komust siðan á samming hja METAL BLADE útgáfunni sem að gaf ut plötuna árið 1989.
Platan fékk frábærar mótökur! Allir lofuðu þetta band sem að spilaði alvöru þungarokk eins og öllu því besta væri blandað saman frá MAIDEN, METALLICA og fl. Fyrir utan frábærar lagasmíðar, dynjandi gítarsóló og þéttleika að þá var söngurinn alveg magnþrunginn. Allir lofuðu plötuna og fékk hun meðal annars fullt hus stiga í tímaritinu Kerrang.
En hljómsveitarmeðlimir voru því miður ekki jafn góðir í sammningaviðræðum eins og að spila. Þeir voru mjög tortyggnir og þorðu ekki að hafa umboðsmann vegna hræslu um að verða rændir.
Þetta varð til þess að ARTCH túraði ekki nógu mikið. Þeir spiluðu nanast eingöngu tónleika i noregi og nokkra hér á íslandi.
ARTCH sneru síðan aftur i stúdíóið árið 1990 til að byrja vinnu á sinni seinni plötu.
FOR THE SAKE OF MANKIND kom ut árið 1991 og gaf fyrri plötunni ekkert eftir. Hún var i sama gæðaflokki en var betur produrseruð og meiri vinna og vinnsla i henni.
Artch túraðið sma eftir þessa plötu, aðeins í noregi og á islandi og lagði síðan upp laupana árið 1993.


En þeir sneru aftur seinna!! og það mun ég fjalla um seinna