Megadeth - Countdown To Extinction Árið 1992 kom svo þessi plata út hjá þeim Megadeth mönnum, maður hefði haldið að R.I.P væri það góð plata að engin hljómsveit myndi þora að reyna að halda í við hana, hvað þá toppa hana.

Með svipaðar pælingar og Metallica, gengu þeir Megadeth menn inní stúdíó og gerðu þessa plötu. Sennilega eini munurinn er sá að Megadeth hélt sig við ræturnar og gerði metalplötu en Metallica menn fengu pródúserinn hjá Bon Jovi (??!!?!??!) til þess að gera “meistarastykki” fyrir þá (think we can all agree to the result)……*æl*
Mustaine hélt sig við sama line up og var á R.I.P, Góð ákvörðun!!

Track Listi:

1. Skin O' My Teeth (Mustaine) - 3:14
2. Symphony of Destruction (Mustaine) - 4:02
3. Architecture of Aggression (Ellefson/Mustaine) - 3:34
4. Foreclosure of a Dream (Ellefson/Mustaine) - 4:17
5. Sweating Bullets (Mustaine) - 5:03
6. This Was My Life (Mustaine) - 3:42
7. Countdown to Extinction(Ellefson/Friedman/Menza/Mustaine
8. High Speed Dirt (Ellefson/Mustaine) - 4:12
9. Psychotron (Mustaine) - 4:42
10. Captive Honour (Ellefson/Friedman/Menza/Mustaine) - 4:14
11. Ashes in Your Mouth (Ellefson/Friedman/Menza/Mustaine)

Hvað á maður að segja um svona listaverk?

Öll lögin er stórkostlega útfærð, allann listamanna stíl sem kom fram á R.I.P er búið að fínísera á þessari plötu, hvert einasta smáatriði er gersamlega fullkomið, meira segja söngur Mustaine er ekki einu sinni bjánalegur. Textasmíð er sem fyrr algerlega til fyrirmyndar sem og allur hljóðfæraleikur algerlega óaðfinnanlegur í alla staði.

Credit Listi:

Marty Friedman - Guitar (Acoustic), Guitar (Rhythm), Vocals
David Ellefson - Guitar (Bass), Vocals (bckgr)
Nick Menza - Drums, Vocals (bckgr)
Dave Mustaine - Guitar, Guitar (Rhythm), Vocals, Producer
Max Norman - Producer, Engineer

Hver einn og einasti meðlimur þarna stendur sig gersamlega með prýði, ekkert hægt að setja útá eitt eða neitt.

Þessi plata er sennilega ein besta plata metalsögunar, M.ö.o Words dont do this album enough justice.
Það er erfitt að velja á milli hennar og R.I.P, ég persónulega hallast eilítið í áttina að R.I.P sennilega af því að hún er aðeins hrárri, þessi er eiginlega of fullkomin.

Éttlað vitna í auglýsingu í þessu tilfelli “bara bæði betra”

Ég gef henni ***** af *****

Stórkostleg plata sem á að vera til á hverju Metalheimili.
ibbets úber alles!!!