Mínus - Halldór Laxness Já þar sem það á víst að halda áhugamálinu gangandi (sem er náttúrulega ekkert nema gott mál) ákvað ég að senda inn gagnríni mína á diskinn Halldór Laxness með mínus, sem er umdeilt hvort það sé Metall eður ei, en ég flokka þá sem nokkurnveginn Alternative Metal, en sumir flokka þá sem Emo, en jæja.

Boys of Winter (3:53)
Ég held að þetta lag sé samið um Mínus, að þeir séu Strákar Vetrarsins. Lagið byrjar nokkuð skemmtilega með (héld ég) Krumma að tala um eitthvað “Psychedellic Partý ársins”, og svo hefst lagið, og Krummi syngur vel en þessi Echo sem hann notar er ekki eitthvað sem ég er að fila. textinn er samt mjög góður, “Like Jazz And Blues you have the cool to make the boys cry” Fínasta lag, mér finnst nokkuð flott þegar Krummi öskrar í “Boys, Cry” kaflanum. Jamm gott lag 9.5/10

Whos Hobo? (3:27)
Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um þetta lag annað en að þar er fullkomið. 10/10

Romantic Exorcism (3:20)
“Einn tveir þrír fjór”. Svona byrjar þetta kraftmikla lag. Þegar ég sá þetta myndband á skjá1 á sinum tíma hafði ég ekki hugmynd um hverjir um þetta voru fyrst, þegar ég komst að því að þetta voru mínus var ég bara nokkuð undrandi. En þetta lag er ótrúlega flott, breakin inn á milli, svo þegar lagið róast niður í viðlaginu, vá. 10/10

Angel In Disguise (3:09)
Þetta er fjórða lag disksins og jafnframt fjórða myndband mínus af Halldór Laxness disknum. Þetta lag byrjar á gítarleik og “ááá” hljóðum í Krumma, en svo kemur fyrsta verse sem er mjög flott. Nágrannar mínir hafa kvartað nokkrum sinnum þegar ég spila þetta lag í botni og slamma í stíl, mjög flott, eini galli lagsins er að textinn er ekki rosa fjölbreyttur, sá sami allt lagið. 9.5/10

Flophouse Nightmares (2:49)
Lagið byrjar mjög hart, en róast svo niður í clean tón um mitt lagið, og verður svo aftur aðeins harðara undir endann. Mér fannst þetta lag ekki gott fyrst en svo hef ég vanist því betur og finnst það nú vera fínasta lag. Myndbandið við þetta var svo tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna 03. 9.5/10

Here Comes the Night (3:33)
Þetta lag er sóðalega gott, allt frá byrjun til enda. Ég get bara ekki sagt meira. 10/10

The Long Face (4:32)
Ég held að þetta lag sé ásamt Laginu Insomniac það hugljúfasta sem Mínusliðar hafa gert. Byrjunin er flott, og í laginu er aukalega saxófónn, sem er mjög boðlegt. Lagið hefur ekki fjölbreyttan texta en það skiptir engu. 10/10

My Name is Cocaine (3:59)
Þegar Krummi spurði um kókaín í laugardalshöllinni á Muse tónleikunum varð allt vitlaust, ekki að ástæðulausu, enda frábært lag, og svo lýsti krummi því yfir um daginn að allir í mínus nema Johnny bassafantur notuðu kókaín. Þetta lag er með flottan texta, flott intro, viðlag, verse og bridge. 10/10

The Ravers (2:05)
Ég held að þetta sé ádeila á rappara, útaf því að allir rapparar eru að drekka kampavín í dag, og ganga í loðfeldum. En það er bara mitt álit. Lagið er mjög flott, textinn er fínn, en lagið er bara það stutt svo það er ekki hægt að njóta þess eins og það er stutt. 9/10

I go vertigo (3:11)
Þegar ég fékk Halldór Laxness fyrst í hendurnar fannst mér þetta lag ekkert voðalega sérstakt. Þegar ég vandist því betur þótti mér þetta lag heldur ekkert rosalegt. Það er þó alveg sæmilegt, en versti kaflinn í laginu er “we shall not devote our lives” kaflinn sem kemur nokkkrum sinnum fyrir. 8/10

Insomniac (4:08)
Vá er það eina sem ég get sagt, þetta lag byrjar ótrúlega rólega og helst þannig út lagið. Lagið fjallar að ég held um geðsjúkling sem sér í sífellu hyllingar, dautt fólk, og hann getur ekki sofið. Þetta lag er með mjög góðan texta, og lagið er mjög flott. 10/10

The Last leaf upon the tree (5:24)
Þetta lag er sungið af Katie Jane Garside, en ekki Krumma. Þetta lag minnir mig sjúklega á Portishead, þetta lag er alltof rólegt fyrir minn smekk og Mínus hefðu alveg mátt sleppa þessu lagi, og hafa bara 11 lög. 6/10

Niðurstaða mín er sú að þessi diskur er án efa eitt það besta semhefur hent Íslenska tónlist í langan tíma, ef ekki það besta. Það væri ekki skrýtið að sjá Mínus liða verða eitt aðalatriðanna á Hróarskeldu á næstunni, og já, snilldin ein.

Heildareinkunn 9.7/10

Ath, að þessi gagnrýni er aðeins það sem mér finnst.