My Dying Bride - Turn Loose The Swans Heilir.

Í Þetta sinn hef ég ætlað að fjalla um Doom/Goth goðsögnina My Dying Bride og þann disk sem ég tel vera þeirra besta. Fyrst ætla ég aðeins að fræða ykkur ym hvað Doom/Goth metall er, þar sem það eru kannski ekki allir sem eru með það á hreinu.


Doom metall skilgreinist á mjög hægum takti og tilfingaþrungnum textum. Ahrífamiklar hljómsveitir í þessum Geira eru meðal annars:
Black Sabbath, sem komu með grunnin af stefnuni og
Cathedral og Candlemass, sem þéttu rammana af Doom Metalnum og fullkmonuðu hann með meistaraverkum á borð við:
\“Epicus Doomicus Metallicus\” og \“The Etheral Mirror\”

Goth Metall var stefna sem var sótt í Goth rokkið á sínum tíma af böndum eins og Dio og Christian Death, til að nefna dæmi. Goth stefnan sjálf (hvort sem það er Rock eða Metall) sækist í að sjá fegurð í hinu afskekkta og myrku hliðinni á lífinu og trúarbrögðum. Goth er ekki endilega andkristin stefna, heldur form af kristni, þar sem hlutirnir eru séðir frá öðru sjónarhorni en því sem fólk hefur vanist.
Einn áhrifamesti diskur innan Gothsins er að mínu mati \“Boys dont Cry\” eftir snillingana í The Cure.
Þekkt Goth Metal Bönd í dag eru meðal annars: Dimmu Borgir, Cradle of Filth og Marilyn Manson.

Þannig að þegar maður setur þessar tvær yndisfögru stefnur saman er maður komin með frekar góða samsetningu í nokkur illa þunglynd Rock/Metal bönd á við \“My Dying Bride\” og \“Paradice Lost\” (nýja dótið)



My Dying Bride, eru:
Aaron - Söngur
Andrew - Gítar
Calvin - Gítar
Rick - Trommur
Ade - Bassi
Martin - Fiðla/Hjlómborð
(Zena - Söngur)


Nú til að koma mér að efninu þá heitir Diskurinn \“Turn Loose The Swans\” eftir hljómsveitina \“My Dying Bride\” og er talin vera einn sá fremsti í Doom/Goth geiranum. Á honum eru eftirfarandi lög:


1. Sear Me MCMXC III (7:24)
2. Your River (9:23)
3. Songless Bird (7:00)
4. The Snow In My Hand (7:09)
5. The Crown Of Sympathy (12:13)
6. Turn Loose The Swans (10:08)
7. Black God (4:52)

(Bonus Tracks:
1. Le Cerf Malade
2. Transcending (Into the exquisiste)
3. Your Shamefull Heaven (Live) )



1. Sear me MCMXC III (7:24):
My Dying Bride aðdáendur ættu að kannast vel þið þetta meistaraverk, það er nefnilega einnig að finna á \“As The Flower Withers\” [´92], nema að hér að það tekið á píano og fiðlu með Clean söngi hjá Aaroni, sem myrti efasemdir mínar um að þetta lag gæti verið betra heldur en það er á \“ATFW\”. Semsagt magnað lag á alla kannta og setur Goth stemminguna alveg í ´hámark, þar sem hún dalar svona upp og niður í gegnum diskin.
10/10


2. Your River (9:23)
Ég get ekki ýmindað mér að það sé gaman að vera lagið sem kemur á eftir Sear Me, og væri ég bara nokkuð sáttur að diskurin myndi enda hér og halda meðaleinkuninni í 10/10. En þrátt fyrir það þá heldur \“Your River\” þessum rugl-háa standard alveg prýðilega í gegn, með gull falegum melódíum og drungalegum soundeffectum. Svo ég minnist nú ekki á textan sem er alveg í grátlega fallegur og sýnir fullkomna ýmind af stereótýpuni Goth:

\“Your bloodied body is what I cling to.
In powerful rain, they laid their heads to die.
Let your dark, thirsty eyes drink deep the
sights of me.
It\'s sad that, in our blindness, we
gather thorns for flowers.
Your river holds a
feast of danger. The suffering you have had to
bear. I\'d die for that moment one more time.
The loved one falls below your ideals.
Pleasure too safely enjoyed lacks zest.
The brave lick their sickening lips. Rigid, handsome
and a poet. A king in his passionate castle.
Where now?
Feed me!
Hold me!
Save me!
Save yourself!
Where now?
Which way?
Dear god, show me!
Take your own. Struggle free!
Arise!
You\'re Ruined!
Stand down!
Your kin, piled thick around you. Save yourself!\” - \“Your River\”

Þetta syngur Aaron til skiptis með Core og Clean söng, til skiptist með þvílíkri innlifun að maður sekkur óþægilega djúpt inn í lagið. Hvað get ég sagt. Snilld!
9,5/10


3. Songless Bird (7:00):
Jæja allir góðir hlutir verða að enda einhvertíman. Það er eiginelga nákvæmara að segja að þessi góði hlutur (Sear Me + Your River) hafi klesst á óheilagan vegg, sem er byrjunin á \“Songless Bird\” sem er samansafn af mest pirrandi hljóðum sem ég hef heyrt síðan ég gerði mér þann grikk að stúdera trommutaktin á St. Anger. Lagið byrjar alveg ömurlega með nístandi skæru væli sem eyðileggur hvert riffið á eftir öðru, en svo hættir það vísu í smástund og kemur og fer. Ég hef aðeins hlustað á þetta lag 4 sinnum í gegn því ég sturlast á því að heyra hvernig þeir eru að eyðileggja það, sem hefði getað verið mjög gott lag.
Ég afneita tilvist þessara lags og tek það ekki með, það er dautt fyrir mér.
NA/10


4. The Snow In My hand (7:09):
Eftir fæðingarmistökin \“Songless Bird\” fara guttarnir að taka sig saman og framleiða eitt klassískt Deyjandi brúðurs lag með hríðskota-bassatrommum og örlitlum fiðlu undirleik. Þetta er án efa eitt hvarðasta lag disksins. Samt ekki nógu hart til að fæla einhverja frá, þar sem MDB eru ekki það harðir yfir höfuð.
8/10


5. The Crown Of Sympathy (12:13)
Í þessu fimmta lagi disksins er að finna nokkra af þeim flottustu töktum sem dvelja innan Doom/Goth metalsins. Trommutakturinn er hægur og kraftmikill, Söngur Aarons er upp á sitt besta og frumleikin og fjölbreytileikin er alveg í toppi og virðist þetta stundum til að vera nokkur lög sem sett eru saman, en passa samt öll það mikið við hvert annað að þetta getur staðið sem ein heild. Conceptið minnir kannski ögn á \“Shine On You Crazy Diamond\” eftir Progressive-Rock goðsögnina Pink Floyd.
Þetta er lag til að botna!

\“Did you see the sun? What will we become? Great one.\” - The Crown of Sympathy
10/10


6. Turn Loose The Swans (10:08)
Ég hef tekið eftir því að eiginlega allt sem inniheldur orðið \“Swan\” er mjög gott. Þar má sem dæmi nefna: Hljómsveitirnar \“Zwan\” og \“Djali Zwan\”,
myndina \“Gracefull Swans of never\”
og lagið \“Swan lake\”.
Turn Loose the Swans er alls engin undantekning, hvorki diskurin, né lagið. Þetta er mjög hart lag, með mikið af Core söngi og þéttum riffum sem brotna svo upp af regningarhljóðum og fiðlum. Kannski full langt, miðað við smá skort af fjölbreytni. Annars er þetta fínt lag í alla kannta með áhugaverðum trommuleik og flottum texta.
8,5/10


7. Black God (4:52)
Þetta seinasta lag disksins er bókstaflega til að myrða fyrir. Það er náskylt Sear Me, á þann hátt að það er næstum einungis spilað á fiðlu og píano. Hérna er Aaron veitt félagskap af mjög hæfileikaríkri ungri söngkonu að nafni Zena og syngur hún allan textan á meðan hann talar ofan í hana. Þetta er ömurlega vel heppnað lag sem fær þunglyndið til að leka úr misnotuðu hátölurunum mínum. Magnaður endir á mögnuðum disk sem hefur lengi borið þann umdeilda titil, besti Doom/Goth metal diskur allra tíma.
10/10



Semsagt Frábær byrjunarreitur fyrir nýliða innan Gothsins jafnt sem öruggur virðingar-stimpill uppá hvaða Goth safn sem er, fyrir lengra komna.
9/10


Crestfallen