Margar hljómsveitir linst með tímanum. T.d. píkupoppararnir í Limp Bizkit spiluðu rapcore fyrir nokkrum árum, hlustiði til dæmis á fyrri diskinn þeirra, 3 dollar bill yall eða eitthvað svoleiðis hann var bara ágætur en núna er þetta píkupopparar sem kalla sig samt rokkara!!! KoRn hefur linuðust eftir Follow the leader en lofuðu öllu fögru en nýjasti diskur þeirra varð ekki harðari heldur bara svona…drungalegri ef það er hægt að segja það.
Besta hljómsveit í heimi að mínu mati, Deftones hafa breyst mikið.Fyrsta plata þeirra Adrenaline var frábær, mjög harður en samt líka melódískur numetall, annar diskurinn, around the fur er einn sá besti sem ég hef heyrt og líka frekar harður en heyrðist samt að þeir voru miklu betri tónlistarmenn þá. Nýjasti diskur þeirra sem kom út í sumar var miklu melódískari og rólegri og skartaði rólegum og slöppu lögunum Teenager og passenger. Pink maggit er líka rólegt en samt miklu betra og með betri lögum a disknum en eina týpíska Deftones lagið er eiginlega bara Elite en góð lög eru samt mörg: Feiticera,digital bath sem er MJÖG rólegt, elite lang harðasta lagið, RX queen rólegt en samt frekar gott, street carp sem er besta lagið á disknum að mínu mati, og change sem er frábært.
Til eru margar hljómsveitir sem linast með tímanum en ef ég skrifa lengri grein nennir enginn að lesa hana :)