Megadeth - Peace Sells......But Who´s Buying Eftir að hafa staðið í smá múnderingum þá gaf Megadeth út Plötuna Peace Sells….But Who´s buying árið 1986.

Þessi plata markaði nú tímamót í Trash Metalnum einfaldlega vegna þess að hún er svo frábær. Miklar tónlistarpælingar áttu sér stað hjá Dave enda sjaldan verið sagt að dóp skemmi fyrir sköpunargleði manna hvað tónlist varðar og var hann kominn gersamlega á kaf í heróín á þessum tíma.

Track Listi:

1. Wake up Dead (Mustaine) - 3:40
2. The Conjuring (Mustaine) - 5:04
3. Peace Sells (Mustaine) - 4:04
4. Devil's Island (Mustaine) - 5:05
5. Good Mourning/Black Friday (Mustaine) - 6:41
6. Bad Omen (Mustaine) - 4:05
7. I Ain't Superstitious (Dixon) - 2:46
8. My Last Words (Mustaine) - 4:47

Gítarleikur þeirra Chris og Dave er virkilega skemtilegur, allt frá þungum metal yfir í stórskemtilegann blús (I Ain´t Superstitious) og melódískann kassagítar (Good Mourning/Black Friday). Ekkert að honum nema kanski hvað það er hrátt sándið í gítarnum, en það sómir sér bara ágætlega.
Trommuleikur Gar er mjög skemtilegur í alla staði, svo sem ekkert framúrstefnulegur en algerlega óaðfinanlegur.
Bassalekur David´s er líka virkilega góður, skemtilega pönkaður og alls ekkert of metallegur.
Söngurinn hjá Dave er svo auðvitað veiki hlekkurinn hjá þeim, en hann verður nú seint verðlaunaður fyrir góðan söng, en textarnir hjá honum hinsvegar eru alveg ótrúlega góðir. Titillagið ber þar höfuð og herðar yfir hinum, meiriháttar texti.

Credit Listi:

Chris Poland - Guitar, Guitar (Rhythm)
David Ellefson - Guitar (Bass), Vocals (bckgr)
Casey McMackin - Engineer
Dave Mustaine - Guitar, Guitar (Rhythm), Vocals, Producer
Gar Samuelson - Drums
Randy Burns - Producer, Engineer


Valinn maður í hverju horni og ekkert útá neitt að setja, stórskemtileg plata í alla staði og mæli ég hiklaust með henni fyrir alla sanna Metalaðdáendur.

Ég gef henni **** af *****

Á að vera til á hverju metal heimili.
ibbets úber alles!!!