The Wicker Man
Ghost Of The Navigator
Brave New World
Blood Brothers
The Mercenary
Dream Of Mirrors
The Fallen Angel
The Nomad
Out Of The Silent Planet
The Thin Line Between Love And Hate

Eftir að Virtual kom út þá vildu aðdáendur Bruce aftur. Mikið rétt hann kom aftur ásamt Adrian Smith, þeir gerðu örugglega eitt allra mesta comeback sögunnar með plötunni Brave New World. Reyndar hafði Ed Hunter tölvuleikur komið á undann en það er allt önnur saga.

Þessi magnaða plata byrjar á flottu gítarriffi að hætti Smiths. The Wicker Man er flott opnunarlag rétt eins og Aces High, textinn fjallar um nútíma þjóðfélag og þessa sjálfselsku sem í heiminum er. Lag þetta er ein besti tónleika opnari sem ég hef heyrt lengi. Næsta lag er öllu verra en það er Ghost Of The Navigator það er ekkert lélegt neitt. Lagið byrjar soldið í svona akústik fíling og byrjar smátt saman að verða hraðara og hraðara. Lagið fjallar um skip sem er að sigla vestur, en skipið táknar dauðann. Ghost Of The Navigator er fínt lag.

Titillagið Brave New World er byggð á skáldsögu Aldous Huxley sem heitir einmitt Brave New World. Lagið er mjög líkt Ghost Of The Navigator þannig séð að lagið byrjar soldið rólega en verður svo hraðara og flott. Lagið fjallar um fólk að ég held að taki svona þunglyndislyf og allir verða glaðir, virðist vera glatað en það er það ekki.
Sagan á að gerast í framtíðinni.
Næsta lag er að margra mati besta lag plötunnar, það heitir Blood Brothers. Það er gott en kannski ekki það besta.
Hann er nefndur í textanum en þetta er ekki um hann, fyrir þá sem ekki vit ahver þessi hann er þá á það að vera faðir Steve Harris. Lagið fjallar um allar þær minningar sem dauðinn skilur eftir. Lagið er flott og fallegt.

Næsta lag finnst mér vera lélegast lag disksins þetta er lagið The Mercenary, lagið er svona hefðbundið Maiden lag alls ekki lélegt en að hafa þetta lag á eftir Blood Brothers er klikkun.
Það er minnst á “Diablo” og “..making troohies out of men” hljómar eins og úr frumskóg eða þannig.
Strax á eftir kemur svo næst besta lag plötunnar Dream Of Mirrors en það líkist óneytanlega Infinte Dreams textalega séð. Lagið er um enn einn drauminn sem Harris dreymdi, hvar væri Maiden ef Harris dreymdi ekki alla þessa drauma?
En lagið er mjög flott, byrjar þungt og hratt eftir c.a. þrátíu sekúndur róast það svo niður og eftir einhvern smátíma verður það svo hratt aftur. Lagði er um svörtu hliða á öllu saman.

The Fallen Angel er mjög flottur rokkari. Ágætis lag um gott og illt, en það er minnst á Azazel hann er nefnilega fallni engillinn (the fallen angel) hann er semsagt djöfull sem hentar mjög vel þar sem lagið er sagt fjallar aðallega um heimsendi og allt sem tengist því. The Fallen Angel er skemmtilegt og öðruvísi lag soldið.
Næsta lag er The Nomad svolítið langt en það skiptir engu, en lagið gott, arabískur keimur af því. Eftir c.a. 7 mínútur er alveg magnaður orchesta partur einhver. Gott lag sem fjallar um fólkið í eyðimörkinni.

Out Of The Silent Planet er eitt af mínum uppáhalds á þessari plötu lagið er flott og flott eru riffinn í laginu. Maður lifnar allur við. Lagið er byggt af sci-fi myndinni The Forbidden Planet með Leslei Nielsen. Það er ekki hægt að segja um hvað lagið um en það er gott og það er fyrir öllu. Síðasta lag plötunnar er jafnframt það besta The Thin Line Between Love And Hate. Lagið er um það sem er gott breytist í vont, lagið er bara lýsing á heiminum eins og hann er í dag. Eftir stórkostlegan instrumental part lykur laginu og maður heyrir glögglega í Nicko er hann segir “awww I fucking missed it!” Eða með öðrum orðum ég klúðraði þessu en hann gerði það ekki.

Allt á plötunni er til fyrirmyndar, hljóðfæraleikur frábær og jafnframt söngurinn. Gott að Bruce hafi komið aftur.
Mjög góð plata en ég get samt ekki gefið henni fullt hús The Mercenary lækkar hana aðeins niður.

Hápunktar: The Wicker Man, Brave New World, Blood Brothers, Dream Of Mirrors, The Nomad , Out Of The Silent Planet og The Thin Linr Between Love And Hate.

9,8/10 – Góð plata með betri sem Maiden hafa gert.