Darkthrone - A  Blaze In The Northern Sky A Blaze In The Northern Sky var gefinn út árið 1991 af Peaceville Records og endur útgefinn árið 2003 með viðtali við þá Fenriz og Nocturno Culto. Þeir hjá peaceville voru fyrst svolítið tregir á að gefa þetta meistaraverk út þar sem að efnið á disknum var töluvert öðruvísi heldur en á Soulside Journey, sem var fyrsti diskurinn með þeim í fullri lengd, en þeir létu undan sem var hið besta mál.

Snillingarnir á bak við þennan disk eru:
Fenriz(Gylve Nagell) á trommum, bassa og samdi textana
Zephyrous(Ivar Enger) á gítar
Nocturno Culto(Ted Skjellum) á gítar og vocals

Lagalistinn er eftirfarandi
#1 Kathaarian Life Code 10:39
#2 In The Shadow Of The Horns 07:02
#3 Paragon Belial 05:25
#4 Where Cold Winds Blow 07:26
#5 A Blaze In The Northern Sky 04:58
#6 The Pagan Winter 06:35
=42:05 min