Futureal
The Angel And The Gambler
Lightning Strikes Twice
The Clansman
When Two Worlds Collide
The Educated Fool
Don't Look To The Eyes Of A Stranger
Como Estais Amigos

Eftir að hin ágæta plata X-Factor kom út virtist allt á hraðri niður leið. Þeir gáfu út hörmungina Virtual XI. Þó svo að platan eigi sína spretti eins og The Clansman, þá er hún algjör hörmung. Blaze fékk að ráðu of miklu. Virtual er ekki eins drungaleg og The X Factor, Blaze er ekki að sýna sitt rétta andlit á plötunni.

Platan byrjar á laginu Futureal, ég hló þegar ég heyrði lagið fyrst, lagið er allt í lagi. Minnir óneytanlega á Be Quick Or Be Dead. Ég held að lagið fjalli um það vera fastur í “virtual” heimi. Lagið The Angel And The Gambler er án efa lélegasta epík allra tíma. Lagið er í næstum tíu mínútur. The Rime Of The Ancient Mariner ér 13 mínútur og það er eins og sjö mínútur. En þessar 10 mínútur líða eins og heil eilífð að líða. Hvað gerðu svo Maiden þeir lengdu lagið.

Lightning Strikes Twice er ekki heldur gott lag það fjallar um einhvern “thunderstorm” glatað lag. Samt er það meistara verk miðað við The Angel…. The Clansman er fyrsta frábæra lagið á plötunni, Blaze nær samt ekki ennþá að heilla mann, en það gerir Bruce þegar hann syngur þetta. Lagið er byggt á stórmyndinni Braveheart enda fer það ekki á milli mála “freedom, freedom….”.

Næsta lag er um árekstur tveggja heima, ég er að tala um When Two Worlds Collide sem mér finnst glatað lag. Samt ekki eins og The Angel….. Næsta lag The Educated Fool er gott lag. Lagið er um þegar f+olk áttar sig á því að menntun þeirra er ekki eins og þau héldu eða þannig, en eitt er víst að hér er gott lag á ferðinni.

Como Estais Amigos er mitt uppáhalds lag á plötunni, margir telja það vera lélegt en þetta er meistara verk. Það fjallar um Falklandseyja stríðið, af öllum stríðum völdu þeir þetta en það er allt í lagi.

Áður en ég lík greininni þá ætla ég að minna á þátt á Radíó Reykjavík sem hann gorkur, vinur okkar ætlar að vera með. Þátturinn verður tileinkaður Iron Maiden. Þátturinn er klukkan 21:00 - 00:00 (9-12 pm) á miðvikudaginn nk. Þ.e.a.s. þann 10 des.

3,5/10 – Glötuð plata.