Megadeth  - Killing is my Buisness............ Eftir að hafa verið rekinn úr Metallica árið 1983 stofnaði Dave Mustaine Quartetinn Megadeth. Ég er viss um að einhverjir hugarar þarna úti vilja bæta við þessa sögu einhverum svaka fullyrðingum og staðreyndum en það er ekki tilgangur minn að fara nánar útí Mustaine/Metallica tímabilið en þetta.

Aðalmunurinn sem Dave setti sér var að gera tónlistina hraðari og einbeita sér betur að vönduðum hljóðfæraleik. Með því að gera þetta vildi hann gera Thrash Metalinn harðari og meira ógnandi og tekstana meira “nihiliska”. Megadeth var ein af aðalhljómsveitunum í þessum geira á 80-90 tímabilinu, hver einasta plata sem þeir gáfu út fór allavega í gull og uppselt var á alla tónleika þeirra í BNA.

Mustaine stofnaði bandið með basssaleikaranum Dave Ellefson og Slayer gítarleikaranum Kerry King ásamt Lee Rauch á sem barði húðirnar, margar mannabreytingar urðu á bandinu seinna meir.

Fyrsta plata sveitarinnar heitir “Killing is my Buisness……(and buisness is good) og kom út 1985 og ætla ég að stikla aðeins á henni hér með.

Ég keypti mér þessa plötu þegar ég var krakki, aðalega bara af því að ég las í viðtali við Hetfield að ”The Four Horsemen“ hafi verið lag sem Mustaine samdi og hét upprunalega ”Mechanix“ og það lag var að finna á ”Killing is……“. Platan er mjög hrá, sándið er ekkert spes og söngurinn alveg æðislega lummó (söngur hefur aldrei verið sterkasta hlið Mustaine). Lögin eru mjög hröð og flókin, það er greinilegt allavega miðað við það sem seinna kom, að hljóðfæraleikurinn á þessari plötu er ekki nógu þroskaður, ágætis viðleitni en bara því miður ekki nógu góðir á hljóðfærin til að skila öllu.

Track Listi:

1. Last Rites/Loved to Death - 4:38
2. Killing Is My Business… And Business Is… - 3:05
3. Skull Beneath the Skin - 3:46
4. Rattlehead - 3:42
5. Chosen Ones - 2:54
6. Looking Down the Cross - 5:01
7. Mechanix (Hetfield/Mustaine) - 4:21


Lögin eru svo sem ekkert ílla samin, mörg hver bjóða uppá góða hluti og væri gaman að heyra bandið taka þetta í dag (eða áður en hún hætti) og heyra munin, því eins og fyrr segir, þau eru flókin, hröð og hálfgerð súpa og sólóin brjálæðislega hröð. Gaman er að heyra ”Boots“ lagið sem er endurgerð á Nancy Sinatra laginu og solldið silly en skemtilegt.

Textarnir eru hálf bjánalegir, allavega engin stórverk og má þar nefna textann í laginu ”Mechanix“ fyrst og fremst því hann er óóóótrúlega kjánalegur og fjallar um einhverja bifvélavirkja sem ætla að gera við bílinn þinn á meðan þú bíður og eitthvað álíka bjánalegt, því verður að segjast að ”The Four Horsemen" sé mikið mikið mikið mikið betri útgáfa af laginu.


Credit Listi:

Chris Poland - Guitar
David Ellefson - Guitar (Bass), Vocals (bckgr)
Dave Mustaine - Guitar, Piano, Vocals, Producer
Gar Samuelson - Drums, Tympani [Timpani]
Karat Faye - Producer, Engineer


Enginn skarar framúr í hljófæraleik, allir á svipuðum nótum….ekki nógu góðir. Sándið er frekar hrátt og vantar allan þéttleika í þetta, minnir meira á pönk en metal ef ég á að segja alveg eins og er.

Þetta er svona lala plata, ef maður á að bera þetta við Metallica þá er þetta laaaaangt frá því eins gott og “kill´em all” en maður ætti nú kanski ekki að vera bera þetta saman.

Ég gef henni ** af *****

Ég sé nú eftir því að hafa selt þessa plötu, það væri gaman af því að eiga hana í dag, bara svona uppá það að eiga hana.


Coming up….“Peace sell´s, But Whos Buying?”
ibbets úber alles!!!