Grand Belial's Key Flest ykkar sem hafa eitthvað sullað í Svartmálminum hafa eflaust heyrt um GBK en færri þó eflaust heyrt í þeim.
Ég held það sé óhætt að segja að þetta sé ein af umdeildari svartmálmshljómsveitum ameríkana, ef ekki sú umdeildasta. Alveg frá því að þeir byrjuðu hafa þeir lent í miklu mótlæti vegna rasískra skoðana þeirra, dreifingaraðilar hafa neitað að dreifa titlum þeirra og tónleikahaldarar hætt við að fá þá til að spila á tónleikum hjá sér.
Grand belial's Key byrjuðu '91 og innihélt þá Gelal Necrosodomy og Lord Vlad Luciferian. Ekki virðist hafa verið kært á milli þeirra því rétt eftir útgáfu fyrri kassettu GBK, “Goat of a thousand young”, hætti Gelal í hljómsveitini. Hann kom þó aftur eftir að Lord Vlad hafði fengið Demonic til liðs við sig. Gáfu þeir út kassettuna “Triumph of the hordes” en stuttu eftir það var Lord Vlad rekinn úr hljómsveitini. Hafði hann víst klúðrað væntanlegum samning við Cacophonous Records og gert eitthvað fleira af sér sem Gelal var ekki sáttur við. Lord Vlad gekk til liðs við Ancient og var allavega söngvari á einni skífu þeirrar hljómsveitar. Seinna meir stofnaði Lord Vlad hljómsveitina Thokk og gaf út eina skífu “Of rape and vampyrism” í gegnum Mordgrimm útgáfuna.
En aftur að GBK. Eftir seinni kassettuna fékk Gelal tvo nýja meðlimi inn í GBK. The Black Lourde of Crucifixion og Der Sturmer sem báðir voru í hljómsveitini Crucifier. Gáfu þeir út sjötommuna “A witness to the regicide” á Wood Nymph Records og fylgdu því stuttu seinna eftir með plötuni “Mocking the philanthropist”. Lentu þeir í mjög miklum vandræðum eftir útgáfu plötunar og neituðu nokkur fyrirtæki að dreifa plötuni vegna þess að einn meðlimur klæddist bol RAC (Rock Against Communism) hljómsveitinar Bound For Glory og svo út af einhverjum ummælum sem GBK höfðu látið út úr sér í viðtölum. Endaði þetta víst með því að Wood Nymph fóru á hausinn og GBK samningslausir.
Næstu tvö árin gerðu GBK lítið af sér en loks árið 2000 gáfu þeir út sjötommuna “The trifixion of swine” í gegnum Spikekult og sama ár gaf plötufyrirtækið Barbarian Wrath út “Mocking the philanthropist” en undir öðrum titli, “Castrate the redeemer”. Síðan þá hefur GBK haft meira að gera og árið 2001 gáfu þeir út sjötommu í gegnum Horror Records og sama ár kom einnig út “Judeobeast Assasination” í gegnum frönsku útgáfuna Drakkar. Núna nýlega gáfu þeir út sjötommu í gegnum Painiak Records þar sem hljómsveitin Chemin de Haine var einnig á vínilnum. Einnig hafa meðlimir GBK haft nóg að gera því þeir hafa spilað með og gefið út efni með hljómsveitunum Arghoslent, Crucifier og Deceiverion og Infernal Hatred.

http://grandbelialskey.cjb.net/