Symphony X - The Odyssey Symphony X

Það er tiltölulega stutt siðan að eg fekk fyrir alvöru að hlusta a Symphony X i gegnum einn kunningja minn. Fyrsta platan sem eg heyrði með þeim var The Odyssey, og það var ekki aftur snuið. Eg hafði ekki heyrt i þvilikri snilldarhljomsveit bara siðan eg hlustaði a Metallica fyrst fyrir þonokkrum arum. Eyru min höfðu sjaldan orðið vitni af slikum krafti sem fossaðist ut um hatalarana. En hvernig er hægt að lysa Symphony X? Þeir eru frekar fjölbreyttir, og lögin þeirra mörg mjög mismunandi. Þeir eru metal band, oft afar progressive, jafnvel powermetall, og einnig ma greina klassisk ahrif i tonlist þeirra. Prog/Power metall er held eg retta orðið. En hverjum er ekki sama, það er bara einstaklingsbundið hvernig folk flokkar tonlist niður. Þeir hafa verið starfandi i næstum aratug og hafa gefið ut 7 studioplötur og eina liveplötu.

Meðlimir Symphony X:

Russell Allen - Söngur
Micheal Romeo – Gitar
Jason Rullo – Trommur
Micheal Pinnella – Hljomborð
Micheal Lepond - Bassi


The Odyssey

Platan er kröftug og melodisk. Eg er buin að hlusta a hana fra upphafi til enda svona þusund sinnum og hun er alltaf jafn hressandi og skemmtileg, og fer i flokk með minum uppahalds plötum allra tima (t.d. DT – SFAM, PoS-TPEI, Metallica - …aJfA). Astæða þess er hra og kröftug rödd Russel Allen’s og frabært gitarspil Micheal Romeo’s, sem er i dag einn af minum uppahaldsgitarleikurum. Það er ekki a hverjum degi sem maður heyrir gitarriff i sama gæðaflokki og hann flytur okkur. Lagasmiðar plötunnar hjalpa lika til, en þær eru vægast sagt frabærar. Allt við þessa plötu er storkostlegt, og griðarlega metnaðarfullir menn her a ferð.

1. Inferno (Unleash The Fire) 5:32
2. Wicked 5:30
3. Incantations Of The Apprentice 4:19
4. Accolade II 7:04
5. King Of Terrors 6:16
6. The Turning 4:42
7. Awakenings 8:18
8. The Odyssey
part 1. Odysseus' Theme/ Overture
part 2. Journey To Ithaca
part 3. The Eye
part 4. Circe (Daughter of the Sun)
part 5. Sirens
part 6. Scylla and Charybdis
part 7. The Fate of the Suitors/ Champion of Ithaca 24:09
9. Masquerade+ 6:01

*Bonus lag(aðeins a limited edition utgafu plötunnar)


1: Inferno(Unleash the fire)(5:32): Platan hefst a þessu geðveika riffi sem M. Romeo flytur okkur. Við tekur annað geðveikt riff, svo annað og svo annað. Maðurinn er stutfullur af flottum hugmyndum og ætti að verða upprennandi gitarleikurum mikill innblastur. Hra en kröftug rödd Russel Allen’s tekur að ylfra, og hann getur bæði sungið mjög neðarlega með þessum hraleika, og lika farið upp i himinhaar notur og gert það alveg kristaltært. Þetta lag er afar progressivt og hart, og ætti engan að svikja. 10/10

2. Wicked (5:32): Romeo byrjar lagið a þungu og kröftugu riffi(kemur a ovart…) i takt við trommuslatt Jason Rullo’s. Slammlag dauðans her a ferð. Einstakt samspil sveitarinnar er með olikindum. Harfinn gitarleikurinn vekur einnig lukku. Og va hvað R. Allen hefur anskoti flotta rödd. Það þyðir natturulega ekkert að lesa hana heðan, þið verðið að heyra það sjalf. Jamm, geðveikt lag. 10/10

3. Incantations of the Apprentice (4:22): Blasturshljoðfæri opna þetta lag en gitarinn trukkar hægt inni lagið. Eitt enn baneitrað gitarriff að hætti M. Romeo, og vaaaa hvað það er ogeðslega flott. J. Rullo viðrar einnig doublekickerinn. R. Allen syngur yfir flott start-stop riff og kemur vel ut. Romeo tekur lika solo og flottheit. Vel þungt lag a ferðinni her og hvergi slakað a. Og einnig þriðja lagið sem fær fullt hus, og við erum aðeins komin a LAG NR. 3. 10/10

4. Accolade II (7:53): Framhald lagsins The Accolade sem kom ut arið 1997 a plötunni The Divine Wings of Tragedy. Afar episkt verk með tilfinningar. R. Allen syngur þetta lag af svo mikilli snilli að eg slefa. Brilliant söngvari alveg. Lagið inniheldur frabærar melodiur og yndisleg gitarriff. Lagið byrjar fiðlum og pianoi, allt gifurlega flott. Siðan kemur Romeo inn með gitar og hljomborðið spilar undir. Lagið er ekki eins hart og fyrri lögin svona framan af, en byggist svo upp i aðeins þyngra lag. Gitarsolo ma heyra i endann, og það ekki af verri kantinum. Geðveikt flott solo. Lagið endar svo a mjög flottan mata. 8/10

5. King of Terrors (7:53): Hart riff opnar lagið, og flott hljomborðsvæl og öflugur trommuslattur undir fær mann til að missa þvag og saur…svona næstum þvi. R. Allen synir okkur aftur grofari hliðina a röddu sinni, og hann gerir það vel. Her ma einnig heyra hann öskra, og hann er að standa sig kallinn. Hljomborðssolo og einstakt gitarsolo taka lagið a enn hærra plan, en eg hef alltaf veikur fyrir flottum og vel gerðum hljomborðs- og gitarsoloum. Flottur chorus og det hele i laginu, og allt þetta saman gerir lagið af þeim betri a disknum. 9/10

6. The Turning (4:44): Jess, þeir halda afram i þyngri kantinum og eg þarf vart að minnast a það hvað opnunarriffið er flott. Rhythm gitarleikurinn er ekki af verri endanum heldur, natturulega ekki við öðru að buast. Afl og aftur afl. Svo kemur þetta geðveika samspil gitars og hljomborðs i stil við meistarana i Dream Theater. Yndislega flott. Að sjalfsögðu inniheldur lagið bæði gitar- og hljomborðssolo. Flott og þungt lag. 9/10

7. Awakenings (8:21): Lagið byrjar rolega og bliður söngur flygur yfir hljoðfærunum. Þegar er liðið a þriðju minutu myndast plass til að gera lagið þyngra og það gera þeir af sinni einstöku snilld og færni. Micheal Pinnella, hljomborðsleikari Symphony X ljomar i þessu lagi. Svo get eg ekki annað en daðst af gitarsandinu hja Romeo. Flott gitarsolo, og ja, hvorki meira ne minna en hljomborðssolo. Enn eitt flott lagið fra þeim. 8/10

8. The Odyssey (24:10): Hapunktur plötunnar! Þetta lag skiptist i sjö parta sem eru hver öðrum betri. Þetta er episkt lag, og M. Pinnella ser okkur fyrir sinfonium fram og aftur með aggresivum og þungum gitarriffum og trommum. I þessu 24 minutna langa verki ma greinilega greina ahrif fra Dream Theater, sem er ekkert nema gott. Snilldarlag, hvert einasta hljoðfæri flytur frabærar melodiur og skilar sinu til fullnustu. Sjon er sögu rikari!(eða heyrn) 10/10


The Odyssey er frabær plata fyrir alla, hvort sem þeir eru nygræðingar i prog-metal eða fyrir þa sem eru bunir að gruska i þeim bransa i mörg ar, þvi lögin eru otrulega gripandi. Eg held það se ekki til sa metalaðdaandi sem fellur ekki fyrir kröftugu spilinu a þessari plötu. Eg tala nu ekki um ef einhverjir gitarleikarar eru her, þið hljotið að falla fyrir Romeo, gitarleikara sveitarinnar. Platan er kröftug og skitug en þo tandurhrein i leiðinni a einhvern skryngilegan hatt.

The Odyssey: 9.5/10


Daði Þ.