1. Be Quick Or Be Dead (Dickinson/Gers)
2. From Here To Eternity (Harris)
3. Afraid To Shoot Strangers (Harris)
4. Fear Is The Key (Dickinson/Gers)
5. Childhood's End (Harris)
6. Wasting Love (Dickinson/Gers)
7. The Fugitive (Harris)
8. Chains of Misery (Murray/Dickinson)
9. The Apparition (Harris/Gers)
10. Judas Be My Guide (Dickinson/Murray)
11. Weekend Warrior (Harris/Gers)
12. Fear Of The Dark (Harris)

Þann 11. maí 1992 var “Fear of the Dark” gefin út. Það er alveg merkilegt hvað þessi plata hefur verið talinn góð, ég þoli hana ekki. Þó svo að hún hafi gefið okkur þrjú meistarastykki, “Afraid To Shoot Strangers”, “Wasting Love”, og “Fear of the Dark” og tvö ágæt lög ”Judas Be My Guide" og “Childshood´s End.” Mér finnst þessi plata vera ein versta Maiden plata sem til er. En auðvitað megið þið hafa ykkar skoðanir.
Ástæðan er sú að það eru of margir “fillerar”.

Lagið Be Quick Or Be Dead er mjög líkt “Holy Smoke”. En lagið fjallar um vandræði demokrata. Þótt að lagið hafi náð vinsældum þá er það ekki eins gott og margir halda. Það er bara of hratt fyrir Maiden að mínu mati.
Næsta lag er glatað, það heitir From Here To Eternity. Það er haldið því fram að það sé síðasta lagið um Charlot The Harlot, ég efast um það. Lagið er um konu sem verður hrifin af mótorhjólakappa, svo skelfilegur er þessi texti og þetta lag.

Eftir að hörmungin er búin kemur meistaraverk, Afraid To Shoot Strangers er magnað lag hreint út sagt,lagið fjallar um Persaflóa stríðið. Í laginu eru örugglega flottustu gítar riff sögunar, synd að restin skuli ekki vera svona.
Fear Is The Key er ekki gott lag, en hefur þó góðan boðskap. Það fjallar um börn með alnæmi. Skrítið lag á ferðinni, ekki beint Maiden.

Talandi um skrítin lög. Childhood´s End er næst, lagið er gott, þótt það þurfi mikla hlustun til að meta það. Þetta er kröftugt lag sem fjallar um sársauka, hræðilegar þjáningar og fleira, þetta lag er ekkert meistaraverk en gott engu að síður.
Önnur snilld Wasting Love. Lagið er fallegt og fjallar um tómleikan í lífinu.
Platan fer niður á við eftir þetta lag, næst er The Fugitive, nafnið á laginu segir allt sem segja þarf um hvað lagið fjallar. Annars er lagið þokkalegt.

Chains of Misery er ekkert sérstakt, flott viðlag, en söngurinn í Bruce sé svolítið bjagaður. Ég held að það fjalli um trúna, eymdina í trúnni eða þannig. Gítarleikur er allt í lagi þarna.
The Apparition, er skelfilegt, hvað voru Maiden að hugsa. Þetta lag er filler dauðans, ömurlegasta lag Maiden frá upphafi. Þetta er eitthvert draugalag. Algjör viðbjóður, það er ekkert gott um það að segja.

Eftir versta lagi Maiden kemur fínt lag, Judas Be My Guide. Ég veit ekki um hvað það fjallar. Ég sé engan veginn hvernig Júdas tengist laginu, en lagið er allt í lagi. Gítarinn er flottur.
Weekend Warrior er annað glatað lag, reyndar eru gítarsólóin ágæt, það getur verið að lagið sé um fótboltabullur. Eins og ég sagði þá er þetta lag glatað.

Fear Of The Dark, er snilld. Það er alltaf tekið á tónleikum. Minnir svolítið á No Prayer For The Dying. En þessi epík byrjar rólega en fer svo að líkjast meira The Trooper. Þetta lag er gott, ekkert út á það að setja.

Í heildina litið finnst mér þessi plata vera misheppnuð. Get farið svo langt að segja næst versta Maiden platan. En það er mitt álit. 5 lög af 12 lögum sem eru góð, segir það sem segja þarf.

6,8-/10——Næst versta plata Maiden.