Tailgunner
Holy Smoke
No Prayer For The Dying
Public Enema Number One
Fates Warning
The Assassin
Run Silent Run Deep
Hooks In You
Bring Your Daughter… To The Slaughter
Mother Russia

Fyrsti október 1990, tæpur áratugur síðan að Maiden gaf út sína fyrstu plötu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst, hvert meistarastykkið komið út ár eftir ár. Tvö ár eru liðin frá því að SSOASS kom út. No Prayer For The Dying var kominn út. Fyrsta skipti í langan tíma sem manna breytingar höfðu átt sér stað. Adrian Smith hætti í staðinn kom Janick Gers, ágætis gítarleikari. Margir telja þetta vera lélegustu Maiden plötuna, ég held að flestir hafi borið plötuna saman við SSOASS. Þar að auki er Janick óreyndur í Maiden. Þessi plata er góð, mér finnst hún betri en t.d. Iron Maiden!

Fyrsta lagið Tailgunner byrjar á bassa introi, mjög flott, alveg þar til viðlagið kemur “Climb into the sky….” er ekki alveg að fíla það, þetta lag er svona allt í lagi lag. Get ekki hlustað á það oft. En lagið fjallar um “tailgunner” en það voru menn með hríðskota byssur aftan á flugvélum.
Sömu sögu verð ég að segja um Holy Smoke þó svo að það lag sé nú skömminni skárra. Það fjallar
að ég held um reykinga áróður.

Eftir tvö allt í lagi lög kemur meistaraverk, titillagið No Prayer For The Dying. Lagið fjallar um mann sem spyr Guð hvort hann eigi svör við tilgang lífsins. Magnaður hljóðfæraleikur, kröftugt og góð vers. Röddin í Bruce er líka góð í þessu lagi.
Public Enema Number One er pólitískt lag. Það er eitt sem mér finnst skrýtið við þetta lag er titillinn, síðast þegar ég kíkti þá þýðir “enema” stólpípa. Allaveganna þá er þetta gott lag, þá einna helst viðlagið, það er eitthvað við það.

Margir eru á þeirri skoðun að Fates Warning sé besta lag þessarar plötu. Þetta lag er langt frá því að vera það lélegt en ekki það besta. Lagið fjallar um að vera öruggur líf hvers og eins hangir á bláþræði. Textinn í The Assassin er keimlíkur textanum í Killers. Flesti eru á þeirri skoðun að þetta lag sé það versta plötunni, ég myndi nú frekar segja Tailgunner væri það. En lagið fjallar um leigumorðingja sem stundar ekki stundar vinnu sína fyrir peninginn heldur finnst honum það gamann.

Lagið Run Silent Run Deep er byggt á samnefndri metsölubók
Edward L. Beach sem seinna var gerð kvikmynd um. Eins og svo mörg önnur Iron Maiden lög fjallar þetta um WWII, að þessu sinni er við komin neðansjávar í kafbát, við erum í Kyrrahafinu.
Lagið Hooks In You er sagt vera þriðja lagið um Charlotte The Harlot. Það er nú reyndar eitthvað til í því þó svo að ég er ekki alveg sannfærður um það, “number 22” kemur nefnilega fyrir í laginu. Hooks In You er ekki gott lag.

Bring Your Daughter… To The Slaughter er mitt uppáhalds lag á plötunni. Bruce samdi þetta upphaflega fyrir Nightmare on Elm Street 5. Það var svo sett inn á plötuna. Lagið er byggt á ljóðinu To His Coy Mistress eftir Andrew Marvell. Lagið er drungalegt á köflum og flott eru gítarsólóin. Það er líka eitt annað við þetta lag það er þegar Bruce syngur: “AhhhhAhhhhh” þið sem hafið heyrt lagið vitið hvað ég er að tala um. Það er mjög flott. Næstbesta lag plötunnar.

Mother Russia er tileinkað Rússum og Rússlandi. Lagið er byggt á falli kommúnismans í Rússlandi. Þetta lag er epík en flokkast samt ekki undir helstu epík Maiden s.s. Alexander The Great. Lagið er gott, mikið af instrumental köflum sem kemur vel út. Einnig þá er lagið spilað á “rússneskan máta”.

No Prayer Of The Dying stóð ekki alveg undir væntingum aðdáenda, platan fékk blendna dóma en mér finnst hún alveg ágæt. Maiden geta gert miklu betur. Ef maður miðar við fyrri plötur s.s. SIT, Powerslave, þá er hún arfaslök.

8/10—NPFTD, Bring Your Daughter… To The Slaughter, Run Silent Run Deep, Public Enema Number One og Mother Russia redda plötunni alveg!

Kveðja Invader.