Moonchild
Infinite Dreams
Can I Play With Madness
The Evil That Men Do
Seventh Son Of A Seventh Son
The Prophecy
The Clairvoyant
Only The Good Die Young
————————————-
Seven deadly sins,
seven ways to win
Seven holy paths to hell,
and your trip begins

Seven downward slopes,
seven bloodied hopes
Seven are your burning fires,
seven your desires…..

Á þessum orðum byrjar lagið Moonchild, fyrsta lag Seventh Son Of A Seventh Son.
Lagið er mjög gott. Þetta lag er byggt á ritningunni Liber Samekh eftir Aleister Crowley. Ritningin fjallar um það að vera starfsmaður Satans, eða eitthvað í þá áttina. Lagið er með betri lögum plötunnar, það er svolítið skrítið þ.e.a.s. óvenjulegt Maiden lag.
Infinite Dreams er næstbesta lag plötunnar að mínu mati, stórkostlegt lag, fjallar um mann sem er ofsóttur af martröðum, kemur kannski ekki svo á óvart þar sem Steve Harris samdi það, hann er alltaf að fá martraðir kallinn.(sbr Number Of The Beast).

Can I Play With Madness!! heyrist í Bruce eftir að Infinite hefur lokið sér af. Lagið er gott, þetta lag var örugglega samið til útvarpsspilunar enda bara um 3:30 mínútur. Eins og stendur í textanum fjallar lagið um ungann mann reynir að læra framtíðina frá gömlum presti með kristals kúlu.

The Evil That Men Do er mitt uppáhalds Iron Maiden lag, það er góð ástæða fyrir því.
Þetta var fyrsta Iron Maiden lag sem ég heyrði. Heillaðist strax. Það er vitnað í meistara verk Sheakspeare Julius Ceasar í titlinum. Það Julius kemur laginu samt ekkert við. Textinn er vel skrifaður, enda saminn af Adrian Smith, Bruce Dickinson og Steve Harris. Textinn er mjög ljóðrænn og það er erfitt að skilja hann.

Titillagið Seventh Son Of A Seventh Son er með betri epíkum sem Maiden hafa gert og ríkir mikil dulúð yfir þessu lagi. Lagið er langt rétt um 10 mínútur, þriðja lengsta lag sem Maiden hefur gert. Lagið er byggt á ævintýri Orson Scott Card.
Lagið byrjar á því að barn er fædd sem er sjöundi sonur sjöunda sonarins, þeir eru gæddir ofurkröftum.

The Prophecy er í rauninni bara framhald af Seventh Son Of A Seventh Son. Lagið fjallar um strák sem heldur því fram að framundan sé mikil hörmung í þorpinu sem hann á heima í. Flott lag, ég heillaðist þó aðalega af endinum. Lagið endar á akústik gítarleik, heillaði mig upp úr skónum.

The Clairvoyant er endirinn á Seventh Son Of A Seventh Son sögunni. Þarna er strákur sem er sagt frá í fyrri lögum orðinn eldri og er reiðubúinn til að hitt skaparann.
Lag þetta byrjar á bassaleik, gítarinn kemur líka mjög skemmtilega inn í.
Only The Good Die Young er loka lagið, það lokar plötunni vel. Þetta er kröftugt lag, með mögnuðu viðlagi. Lagið mætti hinsvegar vera lengra.

Þessi plata er mjög góð, eins og margir eru búnir að fatta þá er þessi plata númer sjó röðinni,
enda heitir hún Seventh Son Of A Seventh Son.
Flott, kröftug og það ríkir einhver dulúð yfir þessari plötu.

10/10

Kveðja Invader.