Fjórir góðir System of A down eða SOAD var stofnuð í Los Angeles árið 1995 af Serj Tankian(söngur og píanó/hljómborð), Daron Malakian(Gítar/bakrödd), Shavo Odadjian(Bassi) og John Dolmayan(trommur). Áður höfðu Serj, Daron og Shavo verið að djamma svoldið saman. Þeir eru allir af Armenskum uppruna, en þeir segja það bara vera tilviljun að þeir eru armenskir og eru í hljómsveit saman. Þeir spila Nü Metal í bland við armenska þjóðartónlist en til að byrja með var innblástur þeirra Slayer, Faith No More og Bítlarnir, en John segir samt að þeir geti samt ekki flokkast sem nein tegund Metals nema bara System of a down metall. System of a Down voru ekki voðalega þekktir fyrr en platan System of a down kom út árið 1998. Hún innihélt mörg góð lög, og það fyrsta sem þeir eru þekktir fyrir er Sugar, en fleiri góð lög á disknum eru Spiders, Suite-Pee, Peephole og War. Lögin þeirra eru blanda af skemmtilegum húmor, pólitík og ýmsu öðru. Serj segir að það sem hann er að gera er list, sem kemur í gegnum fólk útum heiminn(whuuuu???). Platan kom út frá Columbia Records og seldist ágætlega miðað við það að hljómsveitin var ekkert þekkt áður.

Eftir að þeir höfðu spilað á Ozzfest árið 200 fóru þeir aftur í stúdío að taka upp væntanlega plötu og fengu aftur sama snilling, Rick Rubin(Slayer, RHCP og Public Enemy m.a.) sem hafði unnið með þeim að System of a Down. Platan átti að fá nafnið Toxicity, en sú plata er mjög mikil blanda Nü Metals og Thrash Metals á borð við Slayer, að sögn SOAD. Í Ágúst 2001 kom platan loks út út en með Toxicity eiga þeir við Los Angeles. Fyrsti single inn af þeirri plötu var Chop Suey, sem allir eiga að þekkja. En það lag er án efa þekktasta lag fjórmenninganna, það lag fékk gífurlega spilun í útvarpi og á MTV og þá fyrst urðu þeir heimsfrægir.

System of a Down er mjög pólitísk hljómsveit, örugglega ein sú pólitískasta í heiminum í dag, en í kringum atburðina 11. september fóru þeir að færast aðeins uppá skaftið með að mótmæla Bandaríkjunum og drulla opinberlega yfir Bush og co. og þeir urðu frægari í Bandaríkjunumeftir þessi mótmæli og þá varð plata þeirra gullplata í Bandaríkjunum, og hún er einnig gullplata hér á Íslandi.

Næsti Single af Toxicity er lagið Toxicity, það lag fékk góða spilun en ekki eins mikla og Toxicity. Textinn er lýsandi fyrir Los Angeles í dag segja þeir. Þriðji Single inn var Aerials sem náði næstum vinsældum Chop Suey, og fékk góða spilun. Mörg fleiri lög eru góð á disknum einsog Prison Song, Needles(mikil umræða meðal Bandarískra kellinga kviknaði upp í kringum þetta lag, og að þeir væru að hvetja fólk í neyslu, en þeir eru að gera akkurat öfugt í laginu.), Bounce, Forest, Atwa og Psycho.

Um jólin 2002 kom svo þriðja plata System of a Down út eða Steal This Album! En þeir eru með því að deila á Napster og Kazaa og svoleiðis forrit, en það er gaman að segja að einn freðinn bandarískur unglingur ætlaði að stela plötunni út búð og var gripinn og sagði að platan héti Steal this Album og þess vegna ætti hann að gera það(þetta er ekki lygi). Þekktustu lögin af Steal This Album eru án efa Innervision, Streamline, Boom og I-E-A-I-A-I-O sem gerði allt vitlaust á útvarpsstöðum útum allan heim. Eina myndbandið af Steal this Album er við Boom sem er tekið upp í mótmælagöngu gegn stefnu Bandaríkjanna. En fleiri góð lög eru af þessum disk einsog EgoBrain, Roulette sem er tilraun þeirra að vera hugljúfir, Nüguns, Bubbles og Mr. Jack sem er grunsamlega líkt Spiders.

Núna eru System of a Down í stúdíoi að taka upp fjórðu plötu sína, og hún mun fjalla um meðal annars árás USA í Írak en Daron var á nálum meðan hún var því flestir ættingjar hans búa þar.