Behemoth - Pólskir Snillingar Eystri hluti Evrópu er ekki mjög þekktur fyrir metal, en hljómsveitin Behemoth kemur frá Póllandi og var stofnuð árið 1991 þegar Sovetríkin hrundu. Nergal er aðalmaðurinn á bakvið bandið og hann gerði demoið \“From the Pagan Vastlands\” árið 1993, þarsem hann var aðalmaðurinn á bakvið það, og aðrir hljósmveitarmeðlimir voru Mefisto bassaleikari og trommarinn Inferno. Þeir skrifuðu svo undir plötusamning við ítalska útgefandann Enthrophy records sem gerði þeim kleift að gera mini cd-inn \“And The Forest Dream Eternal\” árið 1994. Platan \“Sventevith(storming near the Baltic)\” var gerð árið 1995 og þá skiptu þeir um fyrirtæki og skrifuðu undir við Pagan Records frá Póllandi. Þeir tryggðu sér svo samning við útgáfufyrirtæki frá þýskalandi, Solistitum records.

Árið 1996 kom svo diskurinn Grom út en hann er umdeildur í underground metalheiminum vegna mikilla mismunandi áhrifa á disknum, þeir nota kvenkyns raddir mikið, svo og hljómborð og kassagítar. Eftir Grom fékk Behemoth loks tækifæri að túra um Evrópu og þeim var vel tekið af áhorfendum og þeir fengu einnig reynslu á sviði. Þriðja platan kom svo út ári seinna, eða 1997. Hún fékk nafnið Pandemonic Incantation, sem tryggði þeim samning við Ítalska útgáfufyrirtækið Avant Garde Records, sem gefa Íslensku hljómsveitina Potentiam út. Svo fylgdu þeir plötunni vel á eftir og gerði plötuna Satanica árið 1999, en platan Satanica er mjög vel heppnuð í alla staði, og í Bandaríkjunum fengu þeir \'Gold Awards\' árið 2000 fyrir plötuna. Eftir það fóru þeir að túra ásamt Deicide og Satyricon um Evrópu og USA. Stuttu seinna kom minidiskurinn Antichristian Phenomenon út, en Pagan Records gaf hana út í 1000 eintökum og það upplag er heldég uppselt í dag.

Til að fylgja á eftir Satanica gerðu þeir plötuna Thelema:6 sem er plata sem er hræringur af brutal sándi, útúrspíttuðum trommuleik(hann er alveg sjúkur á plötunni), flottum gítarriffum, og henni er lýst sem Black/Death metal. Einnig eru textarnir á plötunni vel pældir, einsog við lagið Christians To The Lions sem er ádeila á kristni, og þetta er eitt flottasta metal lag sem ég hef á ævinni heyrt. Thelema:6 hefur verið lofuð um allan heim og í Bandaríkjunum, Rússlandi og Brasilíu var plötunni best tekið, og Videospólan Live Eschaton kom út árið 2000. Svo spiluðu þeir á X-Mass Festivals í Evrópu, þarsem þeir voru taldir aðalnúmerið, og um áramótin hófu þeir innreið sína í nálæg austantjaldslönd(Lettland, Rússland og Hvíta Rússland) og þeim var brjálæðislega vel tekið.


Thelema var einn best seldi diskur í sögu Avantgarde og þeir drifu sig í stúdío að taka upp næsta disk sem heitir Zos Kia Cultus, sem kom út árið 2002, og þá spiluðu þeir á ýmsum hátíðum einsog Wacken, Mind over matter og Eurorock sem aðalnúmer, og svo var evróputúr ásamt Carpathian Forest og Khold. Næsti diskur þeirra kemur næsta vor út, sem á að heita Nephilim Rising. Í millitíðinni munu þeir spila ásamt Nile á bretlandi.