Death - Human Ég gleymi því seint þegar ég sat heima hjá mér með gítarinn og hamraði á hann brútal þungarokk í takt við tónlistina í græjunum, að vinur minn hringir í mig og segir mér að við séum að fara í leiðangur, til að kaupa nýju Death plötuna.


Árið 1991 hjá Death markaði greinilega einhver tómamót hjá þeim. Þarna var Chuck búinn að splitta bandinu gersamlega upp, kominn með nýja menn í öll hlutverk og það enga smákrakka heldur.

Cradit Listi:

Scott Burns - Producer, Engineer, Mixing
Mike Fuller - Mastering
Paul Masvidal - Guitar
Sean Reinert - Drums
Chuck Schuldiner - Guitar, Vocals, Producer
David Bett - Art Direction
Tim Hubbard - Photography
Tracy Cruz - Label Coordination
Steve Digiorgio - Bass


Til að byrja með þá það fyrsta sem maður tekur eftir og það strax í fyrsta laginu “Flattening of Emotions” er trommuleikurinn. Sean Reinert er sennilega einn sá hraðasti í faginu, ótrúleg nákvæmni hans og hraði, jafnt á fótum sem höndum, gerir sándið á plötunni mjög þétt og kraftmikið. Gítarleikur Paul Masvidal og Chuck Shuldiner er virkilega flottur og gaman að er að heyra hvernig þeir spila flókin riff í mismunandi tóntegundum á sama tíma er virkilega sérstakt og flott, Chuck er greinilega búinn að pæla mikið og þróa gítarleik sinn mikið frá því sem áður var. Bassaleikurinn er mjög fagmannlegur en ekkert meistaraverk, hrjáir plötunni ekki neitt og gefur mjög skemtilegt innskot í hið stórkostlega lag “Cosmic sea”.

Track Listi:

1. Flattening of Emotions (Schuldiner) - 4:28
2. Suicide Machine (Schuldiner) - 4:19
3. Together as One (Schuldiner) - 4:06
4. Secret Face (Schuldiner) - 4:36
5. Lack of Comprehension (Schuldiner) - 3:39
6. See Through Dreams (Schuldiner) - 4:26
7. Cosmic Sea (Schuldiner) - 4:23
8. Vacant Planets (Schuldiner) - 3:48


Öll lagasmíð á “Human” er mjög góð, það er greinilegt að Chuck var búinn að finna hvað var að á “spiritual Healing” og bæta það á “human”. Textarnir eru góðir, svartsýnir og pælandi.

Skemtilegar melódíur einkenna plötuna mikið og stendur þar “Lack Of Comprehension” uppúr að mínu mati, stórkostlegt lag og mjög skemtilega sett upp, ég mæli mað að fólk taki eftir stoppinu eftir hvert erindi, virkilega flott. Instrumental lagið “Cosmic Sea” er líka mjög flott lag og miðju kaflinn þar sem einhverskonar stúdíó hljóð eru í bakgrunninum, smellir og svona test hljóð í Hi-Hat´inum byggja upp mjög flotta stemmingu fyrir hinn kraftmikla seinni kafla í laginu. Þessi 2 lög bara af hinum að mínu mati.

“Human” er áberandi betri diskur er það sem áður hafði gerst hjá Death. Sándið er miklu betra og þyngra, söngurinn framúrskarandi góður og trommurnar sennilega með því betra sem gerist í dauðarokkinu. En samt mættu fleiri lög á plötunni vera jafn framúrskarandi eins og “Cosmic Sea” og Lack Of Comprehension".

Þessi plata ætti að vera til á hverju dauðarokksheimili, þó að það vanti herslumunin að þetta sé stórkostlegt meistaraverk, þá er þetta tvímælalaust tímamótaverk.

Ég gef henni **** af *****

Hlakka til að sjá hvað gerist í framhaldi af þessu…….
ibbets úber alles!!!