Lars Ulrich Þó að allir séu þreyttir á Metallica greinum hef ég ekkert betra að gera og sendi þetta samt

Trommarinn Lars Ulrich er fæddur 26. Desember 1963 í Gentofte í danmörku.
Hann er 1.7m á hæð og um 60 kíló..
Uppáhalds hljómsveit Lars er Deep Purple, og fór hann á sína fyrstu tónleika með þeim (árið 1973)
Lars er giftur Skylar Ulrich og á með henni tvö börn.

þremur árum eftir að hann heyrði fyrst í Deep Purple fékk hann sitt fyrsta trommusett, eftir að hafa tuðað í ömmu sinni..

Pabbi lars átti lítinn Jazzklúbb og hinn frægi Saxafónleikari Dexter Gordon er m.a.s. Guðfaðir Lars

Trommur og Tónlist þurftum brátt að víkja fyrir Tennis.. Í danmörku var Lars ungur tennisleikari sem þotti frekar merkilegur, En þegar hann flutti til Kaliforníu var hann bara en einn tennisleikari..

Í kaliforníu tók tónlistaráhugi Lars aftur að vaxa

Í Júní 1981 flaug Lars, til Englands til að sjá Nýju Uppáhalds hljómsveit sína, Daimond Head. Einhverneginn tókst Lars að tala sig inn í það að búa með hljómsveitinni í Englandi þangað til að færi aftur til Kaliforníu.

Aftur heima í Kalifornía var vinur Lars, Brian Slagel að leita að hljómsveitum til að taka upp lög sem að yrðu gefin út frá nýja útgáfufyrirtæki Brians, Metal Blade Records.

Lars reddaði sér pláss á plötunni, jafnel þótt að hann hefði enga hljómsveit.

Áður en hann fór til englands hafði hann hitt James Hetfield nokkurn, Söngvara og gítarleikara. Lars var ekkert mikið að hafa fyrir að finna meðlimi, en hann hafði beitu: Pláss á plötunni.

Hetfield tók beituna, og Metallica var fædd. og þáverandi meðlimir voru James Hetfield Söngvari og rythm gítarleikari, Lars á Trommum, Dave Mustane á lead gítar og Ron McGovney á bassa.
svo þegar að Dave og Ron voru farnir komu þeir Kirk Hammet á gítar og Cliff Burton á bassa í staðin. Cliff dó svo 1986 þegar Metallica-Rútan valt.
Þá kom Jason Newsted í staðin en hann hætti eftir 13 ár með hljómsveitinni og núna er Robert Trujillo á bassa.

yfir 3500 tónleikum og 80.000.000 seldum diskum seinna deilir tónlist nú fremsta sætinu í lífi Lars með konu hans og börnum og Lars hefur lært að slaka aðeins meira á.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF