Death - Scream Bloody Gore Þar sem ég hef ekki rekist á eina einustu grein um death metal goðin Death, hef ég ákveðið að rita hér nokkrar greinar um plötur þeirra pilta. Fáar sveitir hafa reyndar skipt jafn oft um meðlimi og Death þannig að maður ætti eiginlega að segja um plötur hans Chuck Shuldiner og félaga.


Chuck Shuldiner er án efa sá maður sem (ef það ætti að gefa einhverjum einum credit fyrir það) gæti verið faðir Death Metal stefnunar og nánast allra hennar greinar. Hans nafn verður ávalt minnst þegar talað verður um upphaf þessarar stefnu.


Frumraun hljómsveitarinnar “Scream Bloody Gore” sem kom út 1987, er án efa einhver skemtilegasta death metal plata sem hægt er að finna. Lögin eru ofsalega vel samin, melódísk og frumleg (btw, frumleg miðað við 1987). Platan byrjar á laginu “Infernal Death” á rólegu klassísku death metal riffi og með hrikalegri rödd sem ekki beinlínis rymur eins og flestir dauðarokkarar gera, heldur ælir útúr sér með vel skiljanlegri raddbeytingu “Dieeeeeee, Dieeeeee” sem er meira en nóg til að gefa manni gæsahúð og fara að líta í kringum sig til að athuga hvort einhver standi fyrir aftan mann með öxi tilbúinn að leggja manni náðarhöggið.

Öll lögin eru svipað uppbyggð, þe byrja á intro, vers, sóló, vers, millikafli og svo outro. Klassísk uppsetning í nánast 100% tilfella óaðfinnanleg. Söngurinn er einhver sá flottsti dauðarokkara söngur sem hægt er að fá, og textarnir standa alveg undir nafni plötunar.

Dæmi:

“Revengefull corpse out to kill
Smell the stench, your guts will spill
Vomit for a mind, maggots for a cock
With his axe the corpse will chop”

- Zombie Ritual

Það eina sem mætti finna eitthvað að þessari plötu er sólógítarleikurinn. En þar sem þessir menn voru allir sjálfmenntaðir þá ætla ég að gefa þeim séns því hann er ekki afleitur, bara mætti vera betri, sem og svo var tilfellið á næstu plötum á eftir.

Track listi:

1. Infernal Death - 2:54
2. Zombie Ritual - 4:35
3. Denial of Life - 3:37
4. Sacrificial - 3:43
5. Mutilation - 3:30
6. Regurgitated Guts - 3:47
7. Baptized in Blood - 4:31
8. Torn to Pieces - 3:38
9. Evil Dead - 3:01
10. Scream Bloody Gore - 4:35
11. Beyond the Unholy Grave - 3:08
12. Land of No Return - 3:00


Platan byrjar sem fyrr segir á “infernal death” sem er mjög flott lag, og nær svo hápunkti með lögunum “zombie ritual”, “Evil Dead” og “scream bloody gore”.

Þessi plata er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, vegna þess hve hrá og brútal hún er. Maður getur alveg skynjað “fílinginn” sem liggur að baki þessarar plötu og það er engin spurning að hún var ekkert gerð 1 2 og bongó. Það er mikið lagt í hvert lag enda skilar sú vinna sér mjög vel þegar á heildina er litið.


Credit listi

Chuck Schuldiner - Bass, Guitar, Vocals
Steve Sinclair - Executive Producer
Chris Reifert - Drums
Edward Repka - Design, Illustrations
John Hand - Guitar (Rhythm)
Randy Burns - Percussion, Producer

**** af ***** mögulegum.

Stórkostlegt meistaraverk sem er skyldueign hjá öllum sönnum unnendum dauðarokks.

Takk fyrir.
ibbets úber alles!!!