Sepultura Í Sao Paulo í Brasilíu bjuggu fjórir drengir að nafni Paulo Junior(bassaleikari), Jairo Guedez(gítarleikari), Max(gítar og söngur) og Igor Cavalera(trommur). Og á sama var metaliðnaður Brasilíu þögul sem gröfin, og þaðan kom nafn sveitarinnar Sepultura (Graveyard á portúgölsku). Árið 1985 kom út plata sem Sepultura gerði ásamt annari hljómsveit sem heitir Overdose. Á þeim tíma byrjaði metall Brasilíu einnig að vaxa, og aðdáendahópur Sepultura líka. Ári seinna kom svo fyrsta plata Sepultura, Morbid Visions, og þegar hún kom út voru þeir orðnir nokkuð þekktir í Brasilíu. Eftir að hafa kynnt sig víða um Brasilíu þá kynntust þeir Andreas Kisser, og töldu hann hafa ótrúlega hæfileika á gítarinn og réðu hann sem lead guitar Sepultura í staðinn fyrir Jairo sem hætti nokkru áður.

1987 kom platan Schizophrenia út sem er orðin klassísk metalplata í Brasilíu. Bestu lögin Escape og Void urðu til þess að bootleg af plötu þeirra seldist í 30000 eintökum í Evrópu. Sepultura hefur ekki ennþá fengið peninginn fyrir þessa plötu borgaða, vegna 30000 eintakanna selda í Evrópu. Fjórða plata þeirra, sem heitir Sepultura tryggði þeim plötusamning hjá Roadrunner records, og fyrsta plata Sepultura hjá RoadRunner er platan Beneath The Remains. Platan var tekin upp í Brasilíu og þrátt fyrir að vera blankir buðu þeir upptökustjóranum Scott Burns frá Bandaríkjunum, sem fór svo aftur með plötuna til Bandaríkjanna og mixaði og masteraði hana þar sem var þá einsdæmi í metaliðnaði Brasilíu(að plata hefði verið masteruð erlendis). Til að fylgja Beneath The Remains á eftir þá ákváðu þeir að túra um heiminn. Þeir fóru um Evrópu sem upphitun fyrir hjómsveitina Sodom og fóru svo til Bandaríkjanna og Mexíkó og þar hittu þeir átrúnaðargoð sín, Motörhead og Metallica, og fóru svo til Þýskalands að taka upp fyrsta myndband sitt, við lagið Inner Self. Þeir voru þá orðnir vel þekktir í Evrópu og N-Ameríku og landsþekktir í Brasilíu og þeim var boðið að verða aðalnúmerið á tónleikunum Rock in Rio.

Eftir að hafa spilað í Río þá héldu þeir ókeypis utandyra tónleika á Charles Muller torgi í Sao Paulo til að bæta upp fyrir að hafa verið of lengi í burtu. Á þessum tónleikum fór allt úr böndunum og einn áhorfandi var myrtur. Eftir það fengu Brasilíumenn ranga mynd af Sepultura(fólk hélt Sepultura aðdáendur væru morðingjar og geðsjúklingar) og einu tónleikar þeirra eftir það urðu eftir langar samningaviðræður. Eftir það héldu þeir í túr til að fylgja Arise plötunni á eftir, og spiluðu í fyrsta skipti í Asíu og Ástralíu. Þegar þeir komu til Indónesíu þá mættu 100000 manns á tónleika þeirra, og þeir þurftu svo að halda aðra vegna gífurlegrar aðsóknar og í Indónesíu(vanþróað land) varð Arise að gull kasettu :P .

Árið 1993 kom Chaos AD svo út og á þeirri plötu blönduðu þeir brutal sándi sínu saman við Brasilíska þjóðlagatónlist í laginu Kaiowas. Útgáfupartíið var haldið í breskum kastala og þessi plata er með þekktari plötum Sepultura. Myndbandið við lagið Territory var tekið upp í Ísrael og varð þá dýrasta myndband í Brasilískri tónlistarsögu. Á S-Amerísku MTV tónlistarverðlaununum unnu þeir verðlaun fyrir besta Myndbandið(Territory) og svo komu út tvö önnur myndbönd, eða Refuse/Resist og Slave New World. Seinna voru þessi þrjú myndbönd gefinn út á spólu undir nafninu Third World Chaos.
Eftir útgáfu Chaos AD þá urðu þeir fyrsta Suður Ameríska hljómsveitin að spila í Rússlandi og spiluðu þeir svo á Monsters of Rock tónleikunum í Englandi en samt var ennþá erfitt að spila í Brasilíu vegna rangrar ýmindar aðdáenda þeirra. En SOBFC(Sepultura Official Brazil Fan Club) hjálpaði Sepultura mikið að ná sinni réttu ýmynd aftur. Antonio Coelho(Forseti og stofnandi SOBFC) var aðalmaðurinn á bakvið það. Um 1994 þá stofnaði Max Cavalera hliðarverkefni sitt, Nailbomb ásamt Alex Newport úr Fudge Tunnel. Fyrsta plata Nailbomb var Point Blank þarsem Andreas Kisser, Igor Cavalera og Dino Cszares(Fear Factory) komu fram á. Seinni og jafnframt seinasta plata Nailbomb var tekinn upp á Dynamo open Air fyrir framan 100000 manns, og sú plata er talin cult fyrir Sepultura aðdáendur.

Árið 1995 var Sepultura búinn að vera til í áratug og voru orðnir vel frægir um allan heim, en þeir voru ekkert á því að hætta og árið 1996 kom platan Roots út. Þessi plata hefur af mörgum verið talin eitt helsta verk metalsögu heimsins, og ég get ekki hlustað á plötuna án þess að tárast(táknrænt). Þessi plata var tekinn upp í Brasilíu og meðan upptökum stóð tóku þeir upp hjá Xavantes ættbálknum og eitt lag á Roots er tileinkað þeim, eða lagið Itsári(sem þýðir Roots á tungu Xavante manna). Fyrsti singull plötunnar var lagið Roots Bloody Roots sem er fyrsta lagið. Myndbandið var tekið upp í borginni Salvador, og myndbandið við lagið Attitude, sem var annar single plötunnar, er einskonar tribute til Brasilíu og margar Brasilískar íþróttahetjur koma fram. Og þriðju single plötunnar er Ratamahatta þarsem Carlinhos Brown sem er Brasilískur ásláttarmeistari hjálpar þeim og syngur einnig.

Túrinn Roots var mikill og þeir áttu að spila á mörgum hátíðum en meðan þeir voru að spila lést stjúpsonur Max og sonur framkvæmdastjóra Sepultura. Áður en þeir spiluðu eftir það var mínútuþögn áður en þeir hófu að spila. Svo tóku þeir smá hlé til að syrgja en héldu svo áfram að túra. En á sama tíma byrjuðu allskyns vandræði að koma upp hjá Sepultura. Þeir voru ekki sammála framkvæmdastjóranum í öllu, en það vildi svo til að framkvæmdastjóri Sepultura var kona Max, og þau voru ekki sammála hinum í hljómsveitinni. Max ákvað að hætta útaf þessum deilum og hann stofnaði hina ömurlegu Soulfly sem hefur ekkert gott gert. Þeir urðu að hætta að túra í bili og framtíð þeirra var í mikilli hættu. Þeir tóku upp næstu plötu án söngs, til að byrja með, með þessu söng Andreas og Paulo fékk að njóta sín aðeins meira á bassanum, en þeir vildu ekki hafa það svoleiðis. Þegar þeir hófu áheyrnarpróf þá voru þeir strax hrifnir af Derrick Green. Derrick vildi strax syngja með Sepultura, hann flutti til Brasilíu og byrjaði að hafa áhuga á fótbolta og honum var strax tekið vel af aðdaéndum Sepultura.

Fyrsta plata Derricks með Sepultura var Against, en það er platan sem var búið að semja allt inná. Þeir drifu sig að taka upp sönginn og Against kom út 1998. Margir sérstakir gestir komu fram á plötunni og ber þar hæst Jason Newsted sem spilaði á Hatred Aside. Fyrstu tónleikar þeirra með Derrick voru tónleikar gegn Hungri í Brasilíu(Barulho Contra Fome). Margir frægir komu og hjálpuðu þeim, Mike Patton kom, Xavantes ættbálkurinn kom og tók Itsári, Jason Newsted kom og spilaði, Carlinhos Brown kom og Jairo Guedez kom og spilaði ásamt fyrrum félögum sínum. Smáskífur sem komu af Against voru Tribus, Against og Choke. Against túrinn var vel heppnaður og þeir spiluðu ásamt Slayer. Og þeir komu svo aftur til Brasilíu og túruðu um allt landið aðdáendum til mikills léttis. Þegar túrinn var búinn hófu þeir að semja næstu plötu þeirra.

Platan fékk nafnið Nation og sú plata er talin mjög pólitísk og vera með betri plötum Sepultura. SOBFC fékk svo þá sem héldu Rock in Rio að fá þá aftur að spila. Þeirra beið 150000 manns og þeir byrjuðu á því að taka lagið Valito ásamt Apocalyptica frá Finnlandi sem spila á Selló, og eru þekktastir fyir Metallica cover sín. Mikil eftirvænting var eftir plötunni Nation og hún varð Gull áður en hún kom í búðir.

Ég get ekki skrifað meira en ég veit að einu sinni var þeim boðið að taka þátt á Ozzfest og Sharon og Ozzy buðu þeim Milljón dollara fyrir að taka Max aftur en þeir höfnuðu því, en hvenær veit ég ekki.