Laugardaginn 18. október verður haldin heljarinnar Metall/Hardcore/pönk festival í Hinu Húsinu. Á þessum heljarinnar tónleikum koma fram hljómsveitirnar Andlát, DYS, Still Not Fallen, Everything Starts Here, Hrafnaþing, Fighting Shit, Brothers Majere og Hryðjuverk. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og standa til klukkan 22:00, þannig það er því góð ástæða fyrir alla sanna rokkara að kynna sér það sem er að gerast í íslenskri neðanjarðar rokk tónlist, því nóg er af velja. Eins og á öllum tónleikum sem haldnir eru á vegum hins hússins þá kostar ekkert inn og að sjálfsögðu er þetta vímulaus skemmtun.