1 . The Ides Of March (Harris)
2. Wrathchild (Harris)
3. Murders In The Rue Morgue (Harris)
4. Another Life (Harris)
5. Genghis Khan (Harris)
6. Innocent Exile (Harris)
7. Killers (Harris/Di\'Anno)
8. Prodigal Son (Harris)
9. Purgatory (Harris)
10. Twilight Zone (Murrey/Harris)
11. Drifter (Harris)

Killers… huh, þetta er einn besti diskur með Maiden að mínu mati, reyndar tvö léleg lög á henni, Twilight Zone og Drifter.
Reyndar á þessi diskur sína spretti, lög á borð við Prodigal Son, Killers, Purgatory og Genghis Khan, Another Life.

Það er eitt sem er öðruvísi á þessum disk en á fyrirrennaranum er að á þessum eru tvö “instrumental” lög á góðri íslensku, reyndar alveg ágæt þetta eru að sjálfsögðu lögin The Ides Of March og Genghis Khan. Persónulega finnst mér Genghis Khan betra.
Lagið Innocent Exile finnst mér vera allt í lagi, þetta finnst mér ekki alveg passa Maiden en kannski er það bara ég. Helsti svarti bletturinn á plötunni finnst mér vera Drifter. Ég einfaldlega hata þetta lag, veit ekki af hverju.

En eins og á hverri einustu Maiden plötu er alltaf eitt lag (eða fleiri) sem stendur upp úr á þessari plötu finnst mér það vera Killers titllagið. Eins og ég sagði þá hata ég Drifter, ég er líka á sömu skoðun um Twilight Zone.
Prodigal Son er eins og Killers svona lag sem ég get hlustað á aftur og aftur, virkilega flott “power” ballaða. Í rauninni ætti Paul að snúa sér að svona power ballöðum, hann er með virkilega góða rödd í þannig söng.
Ég veit ekki hvað mér finnst gott við Purgatory, ætla að það sé þessi svokallaði hraði í laginu, en annars þá veit ég það ekki.
Eins og ég sagði þá hata ég TZ og Drifter, það er þó einn kostur við þessi lög að þetta er síðustu lögin á plötunni og að TZ er aðeins í sirka tvær mínútur.
Eitt sem ég gleymdi að minnast á, textinn í laginu Another Life er aðeins átta línur.

Jæja, nú fer þessari grein að ljúka, eins og þið sjáið þá er ég með öðruvísi uppsetningu á þessari grein en á hinni grein minni um Iron Maiden (plötuna).
Þið segið bara til hvort ykkur líkar betur, en gerið það ekki koma með leiðinleg svör eins og maður hefur séð á huga, fólk er nú bara að halda áhugamálinu lifandi.
En endilega komið með ábendingar um hvað á helst að bæta og gera betur.

Með kveðju invader.