Í næstu greinum hér á metal mun ég skrifa litla gagnrýni um plötur Iron Maiden.
Vonandi verður þessu tekið vel. Ég ætla þó að vekja athygli á því að ég er að gagnrýna í fyrsta sinn svo gerið það takið smá tillit til þess.
Ég hef ákveðið að byrja á fyrstu plötu Iron Maiden en hún heiti einfaldlega Iron Maiden.


1. Prowler (Harris)
2. Remember Tomorrow (Harris/Di\'Anno)
3. Running Free (Harris/Di\'Anno)
4. Phantom Of The Opera (Harris)
5. Transylvania (Harris)
6. Strange World (Harris)
7. Sanctuary (Harris/Di\'Anno/Murray)
8. Charlotte The Harlot (Murray)
9. Iron Maiden (Harris)

Þessi plata einkennist á pönk áhrifum í söng Paul Di’Anno og er fyrir vikið hráasta plata Maiden.

Platan byrjar á alveg fínasta lagi Prowler, textinn endurtekin og alveg rosalegt sólo, en þetta lag hefur verið að lækka verulega í áliti hjá mér, ástæðuna veit ég ekki.
Næsta lag hef ég ekki alveg fattað en það heitir Remember Tomorrow, reyndar á disknum mínum er Sancutary númer tvö en það eru að ég held mistök. Mér hefur aldrei líkað þetta lag fyrr en núna.

Running Free er mitt næst uppáhaldslag á þessum disk, alveg frábært lag, byrjunin er klassi, byrjar á trommuslætti að hætti Clive Burr, svo bassi, gítar og söngur. Eðallag.
Næsta lag er mitt uppáhaldslag á þessum disk, já ég er að tala um Phantom of the Opera. Ekki mikið sungið en samt algjör snilld, rafmagnað sólo og ég veit ekki hvað, það er ekki hægt að lýsa þessu lagi

Næst er Transylvania, þetta er besta instrumental lag sem Iron Maiden hafa nokkurn tíman gert. Þar sem þetta er instrumental lag þá er ég í vandræðum með að lýsa þessu lagi nema bara að segja SNILLD.
Strange World er ágætt lag, þetta lag er svona ballaða mér fannst þetta lélegt lag, en þetta er gott lag.

Næsta lag finnst mér vera leiðinlegt þetta lag er Sancutary, þetta lag er nánast alltaf spilað á tónleikum. En sem betur fer skánar þetta þegar Charlotte The Harlot mætir á svæðið, þetta lag fjallar um gleðikonuna Charlotte sem hefur svo fallega leggi.
Næsta og jafnframt síðasta lagið er Iron Maiden, það fjallar ekki um hljómsveitina heldur um pyntinga tækið alveg ágætt lag, alltaf spilað á tónleikum.

Í heildina litið er þetta góð plata. 7,5/10