Rokktónleikar með hljómsveitinni Pain of Salvation Sæl öllsömul

Ég vildi svona bara vekja athygli á því að næstkomandi fimmtudag, 22. febrúar, mun sænska gæðarokkhljómsveitin Pain of Salvation halda tónleika hér á landi, ásamt hinni íslensku Dead Sea Apple.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þessarar vönduðu hljómsveitar, er hægt að segja að þeir spila blöndu af þungum metal og allt niður í jazz og allt þar á milli. Enda eru þeir á leiðinni til Bandaríkjanna að spila þar á tónlistarhátíðinni ProgPower USA (http://www.progpower.com) og eru þeir hvorki meira né minna en aðalnúmer hátíðarinnar (headliner).

Meiri upplýsingar, ásamt tóndæmum er að finna á heimasíðu tónleikanna, http://www.islandia.is/shogun. Síðan er starfhæf núna en ekki fullkláruð, en verður væntanlega orðin það með kvöldinu eða á morgun.

Tónleikarnir verða haldnir á Kaffi Reykjavík, sem verður settur í sérstakan rokkbúning fyrir kvöldið.

Takið því 22. febrúar frá og upplifið þessa vönduðu hljómsveit frá Svíþjóð, mekka þungarokksins.

Þorsteinn
Resting Mind concerts