Cannibal Corpse Ég hef verið að hlusta á Cannibal Corpse í þó nokkurn tíma og ákvað því að skrifa grein um þá.
Cannibal Corpse var stofnuð árið 1988 af Jack Owen(gítar), Paul Mazukiewicz(trommur) og Alex Webster(bassi). Þeir eiga að hafa sent útgáfufyrirtækinu Metal Blade demo sem kallast “Skull Full of Maggots” og í kjölfarið var gefinn út diskur, “Eaten Back to Life”, það var árið 1990. Þetta er Dauða Metall af bestu gerð(að mínu mati), og með þeim hörðustu hljómsveitum sem ég hef heyrt í.
Þeir hafa ekki breyst mikið í þessi 15 ár sem þeir hafa verið starfandi, sem mér finnst vera dálítið lélegt.

Diskurinn “Bloodthirst” er að mínu mati besti diskurinn af þeim þremur diskum(Vile, Bloodthirst og Gore Obsessed) sem ég á með þeim, flott gítarsóló sérstaklega í laginu Unelashing the Bloodthirsty.

Þeir hafa verið bannaðir í Ástralíu, Nýja Sjálandi og í Kóreu, svo er ekki mikið selt með þeim í búðum hér á landi nema kannski Geisladiskabúð Valda, ástæðan hlýtur að vera af því að mörg hulstrin eru dálítið ósmekkleg sérstaklega eitt hulstrið, á disknum Worm Infested er mjög ógeðsleg mynd, einhver dauð kona eitthvað að glenna sig… Ég lýsi því ekki meira.

Þeir hafa gefið út 10 geisladiska;

Eaten Back To Life(1990)
Butchered At Birth(1991)
Tomb Of The Mutilated(1992)
Hammer Smashed Face(1993)
The Bleeding (1994)
Vile(1996)
Gallery Of Suicide(1998)
Bloodthirst(1999)
Live Cannibalism(2000)
Gore Obsessed(2002)

Þeir hafa selt yfir 1.000.000 geisladiska án þess að hafa nokkurn tímann verið mainstream.
Bob Dole og Joseph Lieberman hafa báðir sakað Cannibal Corpse um að vera viðbjóðslegir(ekki sérstaklega skrítið). Textarnir er skrifaðir af allri hljómsveitinni þ.e.a.s Webster, Mazurkievicz og Owen.

Og Núverandi meðlimir hljómsveitarinnar eru;
Alex Webster
George Fisher
Jack Owen
Pat O'Brien
Paul Mazurkiewicz

Hvað finnst ykkur um Cannibal Corpse?


Kveðja Drápskind.

(Til stjórnanda(eyða þessu ef greinin verður samþykkt), ef þú sérð eitthvað að þessari grein villtu þá í stað þess að senda hana inná kork, senda mér hana og segja mér hvað þarf að bæta, og ég reyni að bæta það?)
Sod-Off Baldrick.