Ég hef verið ansi miklum vangaveltum í dálítinn tíma hvernig ég ætti að hefja þessa grein. Jæja, það er nú bara eins og venjulega, blaðrið um áhrifavalda Deicide og hvað varð til þess að þeir stofnuðu hljómsveitinna og hvernig þeir þróuðust út í svo vinsæla dauðarokks-hljómsveit í gegnum árin að þeir slá út Morbid Angel í áhorfendafjölda á tónleikum sínum, en Morbid Angel hafa selt um 500.000 eintök af plötum sínum síðan árið 1997. Ljóst er að mentaðurinn og viljinn hefur alltaf keyrt Deicide áfram til hins ýtrasta, og það er oftast langbesta leiðinn til að láta heyra í sér. En hljómsveitinn beitti ennþá róttækari aðferðum til að láta í sér kveða og það miskunarlaust, en innblástur laga þeirra og þema bandsins er mjög sláandi, þar sem allir meðlimir hljómsveitarinnar eru yfirlýstir satanistar sem finna sig vel í djöfulegum athöfnum, eitthvað sem hefur oft komið bandinu í klandur.

Til að hefja þvaðrið um böndin sem höfðu mestu áhrif á Deicide, eða Amon eins og sveitinn hét fyrst, þá var það aðallega dauðarokkið á Flórída svæðinu sem kveikti blossan innra með bassaleikaranum/söngvaranum Glen Benton, gítarleikurunum og bræðrunum Brian og Eric Hoffman og trommaranum Steve Asheim, sem eru þeir meðlimir sem skipa bandið. Amon varð nokkru síðar hluti af dauðarokks-hreyfingunni í Flórída ásamt böndum eins og Obituary, Death, sem eru sagðir eiga frumkvæðið að þessari senu, og hin ofangreinda sveit Morbid Angel, en þessar sveitir voru allar líklegir krúnuerfingjar Bandaríska dauðarokks-hásætisins sem San Fransisco hljómsveitinn Possessed sat í á þeim tíma, en hún er þekkt fyrir að hafa gefið út fyrstu death metal plötu sögunar, ‘Seven Churches’ árið 1985. En fram á með fyrstu árum Flórída senunar, gekk öllum hljómsveitunum mjög illa að komast á samning og fengu lítil tækifæri til að koma prufuupptökum sínum á framfæri og var lítið um tónleika um talsvert skeið. En allar hljómsveitirnar báru höfuðið hátt og eyddu nærri því öllum tíma sínum í demo-upptökur og samningaviðræður við lítil þekkt og lítlfjörleg plötufyrirtæki sem áttu nær enga framtíð fyrir sér, en slíkt bar nær engan árangur.

Aðeins tveim mánuðum eftir að Amon var stofnuð, tók hljómsveitinn upp sitt fyrsta demo – ‘Feasting the Beast’, árið ’87 og halda mætti að forn-Egypski djöfullin sem Amon nefndi sig eftir að hafi tekið sér tímabunda bólfestu í rödd Bentons á meðan upptökum stóð. Demo-ið þótti vera mjög gott og vera neðanjarðar-hreyfingu Death Metals mjög við hæfi og viðeigandi, enda blómstraði demo-ið meðal svo kallaðra ‘demo-trading-networks’, eða skipti rása sem var nánast það eina sem hélt þessari tónlistarstefnu gangandi. En svo þegar frumburður Death, ‘Scream Bloody Gore’ kom til sögunar sama ár snérust borðinn við og varð til einhversskonar flóra sem myndi tröllríða allri Death Metal hreyfingunni, svo sem í Flórída og einnig í Stokkhólmi, höfuðborgar dauðarokksins í Evrópu þar sem svipuð sena var í gangi og bylgja af alls kyns hljómsveitum var þar á ferðinni. Til að fara með straumnum ákvað Amon að taka upp betra-fjármangað demo sem gætti leitt til þess að hljómsveitinn gæti farið að daðra við eitthvað af fyrirtækisrisunum sem voru loksins byrjaðir að sýna dauðarokkinu smá áhuga. Útkoman var ‘Sacrifical’ demo-ið sem var það helsta sem Amon studdi sig við meðan á samningarviðræðum stóð, og endaði það með því að Roadrunner Records tók sveitina undir væng sinn seint á árinu ’90, og eftir stuttu stund byrjaði hljómsveitinn að vinna á fullu að sinni fyrstu plötu.

Ef flett er upp á orðinu “Deicide” blasir við skilgreinginn: ‘The act of killing a god, or a person who kills a god’. Orðinu var aðeins ætlað það hlutverk að vera nafn fyrstu plötu Amon, en sveitinn breytti um nafn eftir að hafa ákveðið að slíkt orð passar mun betur við sveitina. Deicide fór með afneitanir á neikvæðum gildum trúarbragða út í algjörar öfgar og til að yfirlýsa hatur sitt í garð Krists brenndi Benton djöflakross í ennið á sér. En ekki er hægt að áfellast þá á neinn hátt, kannski getur þessi endalausa guðlöstun virkað ansi tilgangslaus í augum sumra, en þar sem allir meðlimir Deicide eru olnir upp undir höggum Biblíu-beltsins og í umhverfi plast-Jesús menningar sem Bandarísk kreddukristni hefur haft í för með sér, þá er ekki hægt að saka þá um hræsni á neinn hátt. Það er í raunnini það sem eina sem maður þarf að gera til að vekja smá athygli í Bandaríkjunum, að yfirlýsa sjálfan sig sem satanista, enda er landið svo strangtrúað á mjög lág-menningarlegan hátt. Hvað sem þú ásakar hljómsveitinna um – er hræsni ekki eitt af því.

Nú eru um 13 ár liðin frá því að fyrsta Deicide platan kom út, og ekki enn hefur platan verið jöfnuð í öllum krafti sínum sem einkennir hana, né hafa þessi gífurlega áhrifríku lög sem breyttu allri tónlistarstefnuni verið toppuð af neinni hljómsveit sem slíkri, enda eru sum þeirra þau allra bestu sem senan hafði upp á bjóða á þessum tíma.
“Ég man þegar að fyrsta Deicide platan kom út fóru púkar að skjótast út í horn þegar maður skellti henni á og ef hækkað var fór að koma brennisteinslykt af græjunum. Fá bönd hafa vakið jafn mikla athygli jafn hratt og Deicide og gæði tónlistarinnar féllu næstum því í skugga þess að Glen Benton er með öfugan kross brennimerktan í ennið og þeir allir yfirlýstir Satanistar”. (dordingull.com) Einnig þótti þema plötunar og innblástur lagana afar merkileg, og eru sum þeirra byggð á mennskri og ef ekki ómennskri geðveiki sumra aðila sem hafa komið við sögu trúarbragða í gegnum árin. Opnunarlagið fræga, ‘Lunatic Of God’s Creation’, vitnar í Tate/LaBianca morðin sem Charles Manson framdi á hápunkti ferils síns og ‘Carnage In the Temple Of Damned’ er til minningar um ódæðisverk predikarans Jim Jones, sem beitti bellibrögðum sínum til að sannfæra alla fylgendur sértrúarsöfnuðs síns um að fremja sjálfsmorð með því að drekka eitur og þar með “hitta skapara sinn í næsta lífi.” En á einhvern hátt smellur þetta allt saman, hráa sándið, óstövðandi keyrslan og eitthvað það mest áberandi söngur Bentons, sem er á köflum hreint út sagt ólýsanlegur, þótt að effectarnir séu frekar augljósir, en notkun þeirra hefur ansi flott áhrif á rödd hans þar sem hljómar eins og hann tvær raddir, mennska og ómennska. Þessi seiðandi plata hefur örugglega breytt lífum margra metal aðdáenda, og sett alveg nýjan staðal í Death Metalið, þökk sé lögum eins og ‘Oblivious to Evil’, lag sem margar hljómsveitir hafa tekið í gegnum tíðinna, og eitt af frægustu Death Metal lögum fyrr og síðar, ‘Dead By Dawn’. Til að vitna í fleiri titla á plötunni koma við sögu fleiri ódauðleg lög, eins og til dæmis ‘Sacrificial Suicide’ og ‘Blapsherion’. Áhrif þessarar plötu eru enn þann dag í dag óútreikanleg og eru ennþá að láta til sín taka á meðal yngri kynslóðana sem eru að hlusta á metal.

Að ástæðum mér óvitandi túraði Deicide ekki fyrir frumburð sinn, en ég veit ekki heldur til þess hvort þeir hafi haft einhverskonar tónleikaferðalag í bígerð á sínum tíma, og ef svo er þá varð ekkert úr því. Deicide túruðu ekkert fyrr en að hafa gefið út sína seinni breiðskífu, ‘Legion’ árið 1992, og gatið sem kemur inn á milli tímabilsins meðan ‘Deicide’ stóð sem hæst og ‘Legion’ var að koma út er torráðinn hluti af sögu sveitarinnar. En ég tel að lítið hafi gerst þarna á milli, engir voru reknir eða neitt þess háttar, reyndar er Deicide með sömu mannskipan frá byrjun alveg fram til dagsins í dag. Hljómsveitinn lét því slag standa og skellti sér í hljóðverið á ný, eða í Morrisound Studios með Scott Burns, einum virtasta upptökustjóra meðal dauðarokks-hreyfingarinnar, þó að tíð hans er löngu liðin sem pródúser, en hann vann með meðal annars Sepultura, Death, Cannibal Corpse, Morbid Angel, Obituary og fleirum – en næstum því allar Dauðarokkssveitir sem hafa verið stofnaðar á vesturhluta Atlandshafsins hafa tekið plötur í þessu marg-lofaða hljóðveri. Útkoman var ‘Legion’, sem er virtasta plata Deicide meðal neðanjarðarbúana sem fyrirlíta allt sem er tekið upp fyrir meira en 500 dollarra. Meginstraums gangrýnendur virtust vera á sama máli, en platan seldist ágætlega miðað við líkur og fékk mun betri viðrbögð en flestir aðilar tengdir Deicide áttu von á. Lögum plötunar eru varpað fram á svipaðan hátt og á fyrstu plötunni, en þó með aðeins breyttu sniði og höfðu allir meðlimir þroskast sem hljóðfæraleikarar, og lög eins og ‘Dead But Dreaming’ komu þeim eitthvað áleiðis í death metal flórunni. En umdeilugirninn hrjáði nú sveitinna þar sem kristnar stofnarnir í til dæmis Flórída sem höfðu heyrt til þeirra getið í gegnum blöðin gerðu allt sem í valdi sínu stóð til að koma í veg fyrir að nokkur meðlimur mundi stíga fæti á svið til að framkvæma þessar “djöflavísur” eins og þeir kölluðu það. Einnig reyndu blöðin og aðrir skoðanamiðlar í eigu kristinna milljónamæringa að gera slæma auglýsingu úr tónleikaferðalagi Deicide, en það leiddi aðeins til þess að ennþá fleiri mættu. Meira að segja frægur kristinn útvarpsmaður, Bob Larson, sem var orðinn nokkuð virtur fyrir að ýta undir “onward christian soldiers” boðskapinn mætti ásamt fylgdarliði á tónleika Deicide í gömlu leikhúsi, og voru þeir allir staðsettir á efrihæðini og stóðu upp úr hópnum eins og Hawai-skyrta á Cradle Of Filth tónleikum. Larson var miðaldra maður með derhúfu meðan restinn af áhorfendaskaranum sem fyllti alla neðri hæð staðsins voru nokkuð frábrugðnir slíkum mannlýsingum, og í staðinn fyrir að láta til skarar skríða og reyna til dæmis að taka búnaðinn og græjurnar úr sambandi eða byrja að predika inn á milli laga, stóð hann aðeins þarna, greinilega of hræddur til að hreyfa sig og leit út fyrir að skemmta sér betur á Elton John tónleikum. Nokkru síðar yfirgaf Larson og fylgdarlið hans leikhúsið…”so much for the ‘onward-christian-soldiers’” (heimild: ‘Lords Of Chaos’). Áður en að lagt var af stað í tónleikaferðalagið var gert nokkuð mikið mál úr yfirlýsingum Bentons sem studdu dýrapyntingar, en hann var þekktur fyrir að fórna dýrum í djöfullegum athöfnum sínum. Með allt þetta að baki sér var hljómsveitinn vel tennt til að tæta allt sem á vegi þeirra var í spað, en innst inni vissu þeir nú að þeir mundu ekki komast upp með svona yfirlýsingar, að minnsta kosti ekki svona auðveldlega.

Í fyrstu var tekinn smá syrpa af tónleikum hér og þar í gegnum Bandaríkinn, og svo ennþá stærri í gegnum alla Norður-Ameríku. Síðar, sama ár var haldið til Evrópu og var Skandínavía fyrsti staðurinn sem hljómsveitinn hafði áætlað sér að heimsækja. Fyrst var spilað í Noregi við mjög góðar undirtektir meðlima norsku black metal hljómsveitinna alræmdu, en heimildir segja að hljómsveitinni hafi bara blandað geði við brjálæðingana í Emperor, Mayhem eða Enslaved, og Euronymous, konungur black metal senunar um alla Skandinavíu var meira að segja skífuþeytir á tónleikunum. Tónleikar í Svíþjóð voru svo áætlaðir eftir tónleikana í nágrannalandinu til vesturs. Allt var í sómanum, soundcheckið var á allan hátt mjög gott, og allur undirbúningur gekk eins og í sögu. Allt stefndi í ósköp venjulega dauðarokks tónleika þangað til þegar upphitunar-hljómsveitinn Gorefest var hálfnuð með sett sitt sprakk sprengja á vesturhlið tónleikastaðarins, og tók niður með sér allan vesturhluta bygginarinnar, eða allan vegginn. Enginn týndi lífi í tilræðinu sem betur fer, og enginn slaðasist mjög alvarlega heldur. Grunur að sprengjutilræðinu var í fyrstu varpað á meðlimi sænsku Black Metal mafíunar, sem meintri árás gegn annað hvort Deicide eða Gorefest, hvort sem mafíunni var illa við þann “politically-correct” boðskap sem Gorefest ýtti undir, eða hvort hún hafi álitið Benton sem einhversskonar andstæðing eða ógn gegn sér. Grunurinn fjaraði út þó með tímanum. Nokkrum vikum síðar var hljómsveitinn stödd í Manchester þar sem aðrir tónleikar áttu að fara fram, en hljómsveitinn hafði ekki látið sprenginguna á sig fá og haldið áfram áætlunum sínum. Þegar Benton var á hótelherbergi sínu í Manchester fékk hann hótunarbréf frá róttækum, anti-vivisectionist, dýraverdunar samtökum sem kölluðu sig ANIMAL MILITIA. “Stockholm was just a taste of what is to come…”, voru opnunarorð bréfsins, og ennþann dag í dag lifir maðurinn örugglega enn í ótta við að hópurinn mundi láta til skarar skríða, en ekki myndi ég vilja mæta þessum manni í þeim tilgangi að reyna að koma honum í vont skap.

Deicide létu ekki deigan síga með neinu móti, heldur unnu þeir af kappi við undirbúning þriðju breiðskífu þeirra, og í þetta skiptið hafði Roadrunner mun meiri trú á hljómsveitinni en áður og dældi í sveitinna meira magn af stúdío-pening. Meðan var hljómsveitinn að reyna að þrokast tónlistarlega, og reyna að standa meira fyrir eigin stil án þess að festast í einhverri tónlistarlegri raunsýni (musical logic), og um leið að skapa sinn eigin stíl. Margir harðir aðdéndur sveitarinnar fengu þá köflóttu tilfinningu að hljómsveitinn færi aðhyllast tónlistarlegum hórdómi með allan þennan stúdío-pening að baki sér og greinilegar áætlanir um að fara að stefna á stærri markaði og ókönnuð, meginstraums svæði. En, þetta fór allt í sömu áttina. Þriðja breiðskífa Deicide, ‘Once Upon The Cross’ leit dagsins ljós snemma árið 1995, og fengu aðdáendur bandsins sinn skammt af brjálæðislegum, “headbanging” djöflagangi í formi tónlistar. Platan er mjög vel framleidd, með einu af þeim þykkustu trommum sem ég hef nokkurn tíman heyrt og mjög mulningslegum gítareffectum, og all-svakalega “crunchy” gítarhljóm. Öll hljóðfærinn eru mjög vel aðskild og skila inn sínu gallaust, og nýji nýji lagasmiðs-stíllinn sem hljómsveitinn styður sig við getur ekki verið betri, en ég hef gangrýnt plötuna hér inn á huga fyrir löngu síðan, og ég get eins og áður fyrr bent á að hér er á ferðinni plata sem er í einu orði sagt algjört meistarverk, 666% eyrna-konfekt. ‘Once Upon The Cross’ var svokallaður “turning point” í sögu sveitarinnar, og fór hljómsveitinn að heimsækja stærri tónleikahallirnar á báðum hliðum Atlandshafsins, en Deicide hélt í stórt tónleikaferðlag í kjölfar nýju skífunar.


Árið 1997 var svo gefinn út ný plata sem bar titilinn ‘Serpents of the Light’, en í stað þess að halda áfram á þeirri braut sem þeir voru á þar sem frumleikinn liggur handann við hornið eins og á ‘Once Upon The Cross’, reynir hljómsveitinn að endurskapa meistarverkið með slæmum afleiðingum. Á plötunni eru 10 lög sem grípa mann alls engu hálstaki, þó að nokkur þeirra séu fjandi heilsteypt og hlustunarhæf – en þau hljóma samt öll eins og einhverskonar afgangar af ‘Once Upon The Cross’. Einnig eru plöturnar báðar mjög svipaðar í uppbyggingu, titlagið fyrst, síðan nokkrir eftirminnilegir gullmolar, sem eru í þessu tilviki bara meira af því sama og svo fjallar lokaspretturinn aftur um presta sem hafa mistnotað traust sitt gangvart sóknarbörnum, þannig að munstrið er mjög svipað. Eini stóri munurinn sem maður getur tekið strax eftir er framleiðslan, en á ‘Serpents…’ er hún talsvert þynnri og lífrænari, og að þessu sinni notast hljómsveitinn svo við stafrænara sánd til að ná því fram á tónleikum með noktun alls kyns græja. Þessi möguleiki var nýttur til að taka upp live plötnua ‘When Satan Lives’ á þeim langa ‘Serpents of the Light’ headlining túrnum sem var sá stærsti sem hljómsveitinn var hluti af fram til þessa. ‘When Satan Lives’ er ekkert bitastæðari en aðrar tónleika plötur með svipuðum underground böndum, eins og til dæmis ‘Germania’ með Marduk eða ‘Entangled In Chaos’ með Morbid Angel, og tilheyrir ekki öðrum hlustenda-hópi en þeim hörðustu aðdáendum sveitarinnar, þó að platan innihaldi lög á borð við ‘Trick Or Betrayed’, ‘Dead By Dawn, ‘When Satan Rules His World’ og ‘Lunatic of God’s Creation’.

Árið 2000 var hljómsveitinn byrjuð á fullu að nýju og hóf upptökur á nýrri plötu aftur í Morrisound Records, staðurinn þar sem Deicide höfðu unnið að öllum fyrri verkum sínum, að frátöldum prufuupptökum þeirra. Útkoman var ‘Insineratehymn’, plata svo fersk í augum gangrýnanda að hún naut mikillar velgengni og voru setningar á borð við: “Deicide have achived the unthinkable for a band of their genre and created an album which all fans of rock music have the chance to enjoy.”, til að lýsa plötunni. En enn á ný höfðu þeir brugðist þeirra dyggustu hlustendum og fært sig einu skrefi lengra til glötunnar, þó að mati greinahöfunds er platan er þó á heildina litið ekki enn ein endurtekninginn eins margir höfðu kannski búist við, og á köflum hljómar hún eins og allir meðlimir Deicide séu einu skrefi á undan og viti fullkomlega hvað þeir eru að gera. “Síðan er liðnar þó nokkrar plötur og Benton farinn að fitna, hinn gífurlegi kraftur sem einkenndi þeirra fyrstu afkvæmi er horfinn á þessari plötu.” (dordingull.com). Platan byrjar á laginu ‘Bible Basher’, sem lætur plötuna skína í nokkrar mínutur, og aðeins meiri mid-tempo fílingur í ‘Forever Hate You’, lagi númer.2, eykur væntingar mínar til þessarar plötu. Krafturinn sem streymir frá ‘Standing in the Flames’ er ekki verra skammaryrði, og that’s about it. Plötunni fer síðan alveg síhrakandi og endar loksins á botninum… “Plötunni lýkur svo með smá tóndæmi frá helvíti; samsett neyðaróp, svínshrín og eldslogar sem virkar frekar ósannfærandi.” (dordingull.com) Enn á ný höfðu Deicide tekið eitt skref afturbak.

Allar plötur Deicide hafa annaðhvort verið byrjun eins hluts eða endurtekning eins hluts, rétt eins og til dæmis voru fyrstu tvær plöturnar mjög líkar, og á meðan ‘Once Upon the Cross’ var byrjun á nýjum stíl var ‘Serpents of the Light’ hrein endurtekning. Einnig var það tilfellið með ‘Insineratehymn’ og plötuna ‘In Torment, In Hell’, sem var gefinn út árið 2001, og naut ekki þeirra farsælda og forveri hennar þökk sé afrekum Osama bin Laden þann 11.September á sama ári. Plöturnar eru of svipaðar og jafn vonsvekkjandi á næstum því alveg sama hátt – enn á ný voru fyrstu lögin sem lofuðu góðu, það er að segja ‘In Torment, In Hell’, sem byrjar á einhverri klippu sem hefur verið sömpluð saman, annað hvort tekin upp af hljómsveitinni sjálfri eða verð tekin úr einhverri bíomynd. En svo þegar á líður er öllu á botninn hvolft og passar titill plötunar við tilfinningu hlustandans þegar komið er upp að svona circa fjórða lagi plötunnar. Annar mínus. L

Roadrunner Records voru greinilega sammála greinarhöfundi um hvernig hljómsveitinn stæði sig í dag og riftu þeir samningum við hljómsveitina á vinalegustu nótunum. Hljómsveitinn var ekki undir væng neins um nokkurn tíma, en Deicide gerðist hluti af Earache Records í fyrra þegar nýr samningur var innsiglaður við fyrirtækið, sem hefur meðal annars á borðstólnum mörg frábær metal bönd eins og Entombed, Napalm Death og hefur verð verndarvægnur hljómsveita á borð við Carcass og At the Gates. Einnig má þess geta að Deicide hafa lokið upptökum á nýrri plötu, sem ber heitið ‘Scars of the Crucifix’ og stendur nú hljóðblöndun yfir, og má nefna nokkra titla á borð við: ‘Conquered By Sodom’, ‘Darkness Come’, ‘Scars of the Crucifix’, ‘When Heaven Burns’ og ‘The Penecostal’. Þegar breska metal blaðið Terrorizer átti stutt spjall við Benton gamla í fyrra, svaraði hann við spurningu um gang mála í lagasmiðum sveitarinnar um þessar mundir: “We've got more material than we know what to do with! Now we're doing records for us so it's back to the old thinking and the old ways of writing. We're writing to beat all — that's the way we do things. We're goin' back to our roots — who cares about musical logic? Fuck musical logic." Einnig gerðist það nýlega að ‘Once Upon the Cross’ platan var bönnuð í Ástralíu fyrir nokkrum vikum af sendiráði landsins, að sökum þess að platan átti víst að ýta undir ofbledishneigð og líka vegna þess að embæætismenn túlkuðu lögin á þann hátt að þau fjölluðu um og heilaþvegju æskuna til að stunda morð á kristnum. Lagatiltar eins og ‘When Satan Rules His World’ og ‘Kill the Christian’ hafi kannski átt einhvern hlut að máli þar.

Það sem er kannski áhugaverðast við þessa hljómsveit er að engar skipulags breytingar hafa átt sér stað síðan sveitinn byrjaði, og einnig hvað fæstir meðlimina eiga einhvern þátt í hliðar-verkefnum, en þó á Benton hlut að máli í hljómsveitinni Vital Remains, sem lét nýlega frá sér plötuna ‘Dechristanize’, en hljómsveitinn varð eftir í myrkrinu í nokkrun tíma eftir að sveitinn gaf út frumburð sinn fyrir nokkrum árum síðan.

Áætlaður útgáfudagur fyrir ‘Scars of the Crucifix’ er í Febrúar á næsta ári.