Þessi grein er um þetta listaverk og kraftaverk á jörðu og er ekkert annað en um þessa dýrlinga í snarbrjálustu death metal hljómsveit sem fyrirfinnst á þessari ömurlegu jörð:Cradle of filth!

Þeir byrjuðu í bransanum 91 og gerðu 2 smáskífur sem heita Total fuckin darkness og The never known LP og kom síðan strax á eftir fyrsta almenilega platan þeirra sem heitir Vempire og aðallagið The forest whispers my name og þar árinu á eftir kom The principle of evil made flesh á árunum 92-93 og þar voru farnir að gera það gott..

..og hlómsveitarmeðlimirnir eru 12 talsins sem hafa verið í hljómsveitinni en yfirleitt eru þeir bara 5-6 ásamt náttúrulega alltaf Söruh Jezebel Deva sem er engla bakröddin og sem gerir tónlistina miklu betri,söngvarinn og listamaðurinn að allri guðdómlegu snilldinni er enginn annar en Dani Davey Filth og síðan eru það 3 gítarleikarar og 1-2 bassaleikarar,3 trommuleikarar og 2-3 á hljómborðinu og þau nöfn sem ég man eru allavega Adrian á trommum,Gian Pyres er aðalsólóinn og Martin Foul er bestur á hljómborðinu svo eru það Paul á gítar,Lecter,Nicholas líka á trommunum,Robin Graves á bassanum, og Stuart,hinir eru greinilega bara það ómerkilegir fyrst ég man það ekki en allavega næst kom tónleikaplatan Live in Wacken árið 94 og síðan Dusk…and her embrace árið 95 og er bestu lögin á henni eru Dusk and her embrace,Gothic romance,Malice through the looking glass og Funeral in Carpathia og svo kom Midian 97 og þar var kominn það albesta sem hafði einhvern tíma komið frá þeim og eru öll lögin snilld á þeirri plötu s.s Death magick for adepts,Cthulu dawn,Her ghost in the fog,At the gates og Midian og Tearing the veil from grace.

Síðan árinu á eftir kom ný plata sem nefnist Cruelty and the beast og er líka bara gargandi snilld og inniheldur t.d lög eins og The twisted nails of faith,Cruelty brought thee orchids,Beneath the howling stars,Bathory aria og Thirteen autumns and a widow,síðan kom Bitter suits to succubi árið 99 og inniheldur þó nokkur lög frá öðrum plötum en það eru t.d Principal of evil made flesh og framhalds lag:The black goddess rises II og Summer dying fast líka en bestu lögin eru No time to cry,Suicides and other comforts og All hope is eclipse sem er theme lagið í hryllingsmyndinni sem COF átti þátt í að gera:Cradle of fear og er nú ekki beint fræg en er nú allt í lagi..


Á sama ári kom síðan smáskífan From the cradle to enslave og
síðan kom ári síðar safnplatan Lovecraft and witchhearts sem eru 2 plötur og fyrri platan er bara með eldri lög en seinni er með nokkur ný lög eins og Dawn of eternity,Lustmords and wargasm II,Twisting further nails og Dance macabre og tvö síðustu eru tölvugerð rétt eins og Pervert´s church og eru bara greinilega til að fylla upp í plöturnar,Live bait for the dead kom síðan 2002 og er fyrri diskurinn með upptöku af tónleikum þeirra í Nottingham og eru nú fjandi cool og seinni diskurinn eru bara ný og endurgerð lög,rétt eins og witchhearts og endurgerðu lögin eru Born in a burial gown,No time to cry og Funeral in Carpathia allavega og er bara góð 44 mínútna plata.
Síðan kom nýja platan Damnation and a day á þessu ári og er bara gargandi snilld og inniheldur bara góð lög eins og Hurt and virtue,Better to reign in hell,Babalon A.D,Mannequin,Thank god for the suffering,The smoke of her burning og Serpent tongue og er þessi plata sérstök og er 4 kaflar sem er sodlið svipað eins og lagið Bathory aria sem 3 kaflar..

En þessir guðdómlegu snillingar eru ennþá að gera það gott og eru búnir að vera að í 12-13 ár og eru ekkert að fara að hætta en ég sé eftir einum náunga sem nefnist Gian og er besti gítarleikarinn að mínu mati og varð rosalegur missir á Damnation and a day og við vonum bara að það á ekki eftir að eyðileggja mikið fyrir þeim í framtíðinni og ég þakka ykkur fyrir að hafa verið að lesa þessa langdregnu grein..Gúbæ!
My name is Earnie Douglas but my friends call me Chip