Number of the Beast er þriðja plata Iron Maiden og jafnframt fyrsta plata Bruce Dickinson með bandinu.
Allavegana þá er þessi plata bara algjör snilld, rennur manni aldrei úr minni.
Besta plata Maiden!!!
——————————————– ——————————————————- ——————————
1. Invaders (Harris) 3:25
2. Children Of The Damned (Harris) 4:35
3. The Prisoner (Harris, Smith) 6:04
4. 22 Acacia Avenue (Harris, Smith) 6:37
5. The Number Of The Beast (Harris) 4:52
6. Run To The Hills (Harris) 3:54
7. Gangland (Burr, Harris, Smith) 3:48
8. Total Eclipse (Burr, Di´Anno, Harris, Smith) 4:26
9. Hallowed Be Thy Name (Burr, Harris, Smith) 7:14


Fyrsta lagið Invaders er ekki besta lagið á disknum, alls ekki lélegt samt. Það byrjar með grípandi riffi og er alveg ágætt þar til að Bruce byrjar “Invaders!!!”.
Næsta lag verður strax betra en það er Children of the Damned það er svona “power ballad” en alveg þrælgott. Byrjar rólaga en fer svo alveg í hörku lag.
The Prisoner er næst en það lag er óneitanlega svoltið líkt NOTB með svona skemmtilegri byrjun. Eftir þessari skemmtilegu byrjun koma svo trommur inn í þetta svo gítar og aftur trommur alveg frábært lag, eitt að mínum uppáhalds.

22 Acacia Avenue er framhald af laginu Charlotte the Harlot, einhvern vegin grunar mig að þetta lag sé um vændiskonu. Þetta lag er alveg virkilega grípandi lag og þá sérstaklega “22 the avenue” kaflinn, þvílík snilld.
Jæja, ég hef oft haldið því fram að frá og með 5 lagi á diskum að þá sé diskurinn á niður leið. Þetta sinn skjátlaðist mér. Number of the beast er sú allra mesta snilld sem ég hef heyrt.

Run to the Hills er næst, þetta lag er bara klassi byrjar á skemmtilegu trommusólói og fer svo í góðan söng hjá honum Brúsa vini mínum.
Ég get nú ekki sagt að næstu tvö lög Gangland og Total Eclipse jafnist á við NotB og RttH, ekki misskilja mig alveg ágætis lög en ef þau væru með fyrstu lögunum þá væru þau snilld.
Á eftir Gangland og Total kemur svo lagið Hallowed Be Thy Name, það byrjar með klukknahljóm og svo:

I'm waiting in my
cold cell when the bell begins to chime
Reflecting on my past life and it doesn't have much time
Cos at 5 o'clock they take me to the Gallows Pole
The sands of time for me are running low……………

Lagið fjallar í stuttu máli um mann sem á að hengja