…And Justice for all að Re-Load

Áheyrnapróf voru haldinn og ekki var Hetfield ljúfur í þeim. Hann öskraði á fólk “út!” ef þeim líkaði ekki við það sem þeir voru að spila, af 40 sem reyndu fyrir sér(þar á meðal var víst “besti” bassaleikari heims, Les Claypool, en hann komst ekki inn) var Jason Newsted valinn, sem var þá í hljómsveit sem hét/heitir Flotsam & Jetsam sem gaf út tvær plötur, hann spilaði kveðjutónleika með þeim 31. október árið 1986 og þá gekk hann loks til liðs við Metallica. Eftir að þeir fengu bassaleikara fóru þeir að túra, og eftir það var gefinn út platan Garage Days Re-Revisited(því þeir unnu að plötunni í bílskúrnum heima hjá Lars Ulrich.)

Með Jason virkan í bandinu fóru þeir í stúdío með Flemming Rasmussen, en í þetta skipti var hún ekki tekinn upp í Köben heldur LA og þetta var seinasta plata Flemmings með Metallica. Platan fékk nafnið …And Justice for All og inniheldur eitt af bestu lögum Metallica fyrr eða síðar, One og einnig lögin Blackened og The Shortest straw til dæmis. En þó að þeir höfðu bassaleikara þá var nánast alveg lækkað niður í bassanum á þessari plötu, og Newsted minnist þess að það var það versta sem James, Lars og Kirk gerðu honum(og þeir gerðu honum margt.) Platan er engu að síður fáránlega góð og náði 6. sæti á bandaríska plötulistanum, fékk Grammy tilnefningu(bandarísku tónlistarverðlaunin) fyrir besta Metal bandið. Einnig voru þeir án efa á hátindi frægðar sinnar á þessum tíma. Þeir spiluðu á tónleikum sem hétu “Monsters of Rock” og þótt ótrúlegt megi virðast þá var Van Halen aðalnúmerið en þeir voru púaðir af sviði og Metallica varð aðalnúmerið. Á þeim tíma ákváðu þeir að gera tónlistarvideo, þó One lagið var eitt af mest “antivideo” efni síns tíma. Til að kynna plötuna túruðu þeir um heiminn og …and justice for all gaf af sér tvo singla í Bandaríkjunum og fyrsta “leikna” myndband Metallica, One.

Platan Metallica(eða black album einsog sumir kjósa að kalla hana) kom út árið 1991 og það var fyrsta platan sem Bob Rock tók upp með þeim. Þessi plata var tímamótaplata því á þessari plötu voru styttri lög, betra hljóð og auðveldari útsetning. Yfir allan heim skaust platan í fyrsta sæti og var þar í nokkrar vikur og seldist alls í fimmtán milljón eintaka. Einnig unnu þeir Grammy og MTV tónlistarverðlaun. Bandið túraði núna nánast stanslaust í þrjú ár, og nú voru komnir tónleikar til heiðurs þeim, “An Evening With Metallica” ásamt Guns n'Roses og þau spiluðu saman á mörgum hátíðum. Um byrjun 1994 voru meðlimir Metallica bæði andlega og líkamlega úrvinda og þeir tóku pásu fram að sumri 1994 en þá spiluðu þeir á svokölluðum Summer Shed (en á þeim túr voru þeir með hljómsveit sem kallaði sig Suicidal Tendencies og í þeirri hljómsveit var Robert Trujillo)en eftir það var lítið sem þeir gerðu svo að þeir fengu hvíld í u.þ.b 2 ár.

Platan Load kom út 4. júní árið 1996, sem var lengsta Metallica platan þar til St. Anger kom. Load var stór breyting frá fyrri Metallica plötum. Þessi plata þykir aðeins rólegri en aðrar Metallica plötur. Hún varð í efsta sæti á bandarískum vinsældarlistum þó undirtektir voru nú heldur dræmar og gagnrýnendur ekki sáttir. Þeir tóku upp svo mikið af lögum fyrir Load að ári seinna kom platan Re-Load(lenti einnig í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum) út sem er B-hliðar diskur(Hugsið ykkur ef lög einsog Fuel, the Memory Remains, Devils Dance og Unforgiven II hefðu verið á Load og enginn Re-Load komið út hvað platan hefði verið endalaust góð). Til að auglýsa plöturnar fóru þeir í “Load” Tónleikaferðalag og það ferðalag var víst magnað, áhættuatriði voru, tvö svið og meira en tveir tímar af Metallica var á boðstólum. Þó að Load gæti aldrei jafnað sölutölur Black Album er platan vinsæl á sinn eigin máta.