Arch Enemy - Anthems Of Rebellion (2003) Arch Enemy

‘Anthems Of Rebellion’ (2003)

26. Ágúst - Century Media


Alveg síðan ég heyrði í plötunni ‘Wages Of Sin’ fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan hefur mér liðið eins og dópfíkli sem var að jafna sig eftir fyrstu heroín vímuna, undraður af vellíðan og orðinn háður á einhverju (fyrir utan það að flestir heróín fíklar fái hressilegan skammt af niðurgangi eftir vímu). Mér leið eins og ég hefði fengið að smakka aðeins á því sem flestir kalla himaríki. Fyrir þá sem eru hljómsveitinni ekki kunnugir, þá er Arch Enemy sænsk dauðarokkssveit, ein af þeim mörgum, sem samanstendur af fyrrum Carcass drengum Michael Amott og bróður hans Christopher, báðir á gítar, ásamt bassaleikaranum Sherlee D’Angelo og trommaranum Daniel Erlandsson. Áttu þessir menn skrautlegan feril sem hljómsveit með gamla söngvaranum John Liiva, þar á meðal plötuna ‘Burning Bridges’ (1999), sem er að mínu mati þeirra langbesta verk fram að þessu. Nú hafa þeir losað sig við hann og fengið til liðs við sig söngkonuna Angela Gassow, sem mér brá rosalega við að heyra að væri kona, af röddina að dæma. Hún söng inn á ‘Wages Of Sin’ plötuna sem kom út fyrir um það bil tveimur árum, og nú eftir endalaust bruðl af tónleikaferðalögum og öðru slíku hefur hljómsveitinn snúið aftur með nýja plötu sem ber heitið ‘Anthems Of Rebellion’. Mér hefur mikið hlakkað til að fá að heyra næstu plötu þeirra, og hef fyglst vel með alveg síðan hljómsveitinn hóf smíðar á gripnum, en Amott er helvíti duglegur að gefa aðdáendunum skýrslu í gegnum netið, sama hvað bjátar á. Síðan í ársbyrjun hefur sveitinn verið upptekinn við lagasmíðar, fínpússun og prufuupptökur, og hefur greinilega lagt mjög hart að sér, og á hrós skilið fyrir það. Ég var ánægður að heyra að hljómsveitinn hafði svo í Febrúar síðastliðnum gengið inn í Backstage Studios í Bretlandi, til að hefja upptökurnar á plötunni undir stjórn meistarans Andy Sneap, sem er að mínu mati og margra aðra metalhausa ein sá allra besti metal pródúser í heiminum í dag, en hann hefur unnið með hljómsveitum eins og Killswitch Engage, Testament, Nevermore og fleirum, og staðið sig frábærlega vel með þeim öllum.

Í Apríl setti hljómsveitinn svo inn á netið nokkrar klippur af þeim í hljóðverinu, og var mér það mikið gleðiefni, enda hef ég alltaf haft mikinn áhuga á því hvernig þetta allt saman er gert og hvernig skal taka upp plötu, og sá þá taka upp hina ýmsu kafla sem hljómuðu ansi vel. Það var því spennandi fyrir mig þegar diskurinn lak loksins inn á netið að heyra þessa kafla aftur í sinni fullmótuðu mynd, full-hljóðblönduð með sterkan keim af meistaratöktum Sneap. Þessi plata er full af öllu því sem ég hef séð hljómsveitina þróa betur og betur, meistaralegum gítarsólum, framsæknum, þungum köflum sem keyra hvert og eitt lag áfram til hins ítrasta, og hefur hver meðlimur hljómsveitarinnar orðið mun hæfari tónlistarmaður fagmannlega séð, og þó sérstaklega Gassow, sem ælir út sér innyflunum sem aldrei fyrr. Þótt mér lítist hins vegar ávallt verr og verr á lagatilta og textaefni plötunar nýju, þá er tónlistinn sjálf sem skiptir mestu máli, og gæti hún ekki verið betri:

01. ‘Tear Down The Walls’ – Intro (0:32)

Lagið ber sig vel undir titil þess, enda hljómar það eins og fjölmennur, æstur múgur að rífa niður vegg af þvílíkri ástríðu. Erlandsson ber á húðir tvisvar og síðan heyrist öskur frá fjölmennum hóp af andspyrnu mönnum, og það endurtekur sig nokkrum sinnum þangað til að fyrsta alvöru lag plötunar…

02. ‘Silent Wars’ (4:14)

…, ‘Silent Wars’, tekur við. Lagið hefur göngu sína af miklum krafti og hraða, og svo til að toppa það æðir double-bass trommanum um og setur allt í lagið í klessu á jákvæðan hátt, þangað til að alvöru laglína tekur við af þessari tónlistarlegu ringulreiði. Í heild sini mjög heildsteypt lag og fjárri kröftugt byrjun, og sýnir hljómsveitina í sínu besta formi. Þeir hafa greinilega verið mjög pirraðir út í eitthvað þegar þeir sömdu lagið, sem er hins vegar gott lag.

03. ‘We Will Rise’ (4:06)

Ég hafði reyndar heyrt þetta lag áður en ég hlóð niður plötunni, og ég veit að það er ekki mjög virðingarverður hlutur, en ég ætla án efa að festa kaup á þessari snilld. ´We Will Rise’ er vafalaust metnaðarfyllsta lag plötunar, enda er byrjunar-stefið grípandi og getur hreinlega hrifið hvern sem er, stóran sem smáan, hvort sem viðkomandi er hjartveikur fjöggra ára drengur með beinþynningu, eða 300 kíló bælt tröll. Fyrsta gítarsólo diskins fær einnig að njóta sín í þessu lagi, og þetta er annað frábært lag. En ég ætla ekki að tæma orðaforðan á þessu lagi og halda áfram.

04. ‘Dead Eyes See No Future’ (4:15)

En það er hins vegar erfitt að spara orðin á þessu snilldarlagi. Á sumum köflum hljóma hljóðfæraleikarnir eins og algjörir villimenn með 0,0 prósent af tónlistarlegri náðargáfu, með það eitt í huga að slátra hljóðfærunum, eða rífa niður hús, en meðan til dæmis í viðlaginu eru eyru glödd með einu af þeim flottastu gítarsólo sem ég hef heyrt í langan tíma, og hefur án efa styrkt trú mína á mannkyninu. Lagið hefst af krafti, og hlustandinn hugsar eflaust: ‘Almáttugur!! Daniel minn, ekki brjóta snerillinn.’ Svo á hljómsveitinn heiðurinn á öðru flottu gítarsólói, og eftir það tekur við fiðla sem spilar nákvæmlega sama stef sem og gítarinn í viðlaginu, undir heiftarmiklum trommuleik. Án efa tilfinningasamt lag, og mitt uppáhaldslag á plötunni, og ef ekki með hljómsveitinni sjálfri.

05. ‘Instinct’ (3:36)

Mid-Tempo fílingurinn eykst hins vegar í laginu ‘Instinct’. En þó, þá minnir opnunarriffveislan í þessu lagi mig á Judas Preist, eða eitthvað álíka, og sérstaklega söngurinn. Eitthvað ferskt, og ekki all slæmt. Raunar ekki slæmt yfirhöfuð. Gallalaus byrjun á plötu, kannski fyrir utan byrjunina sem minnir mig á lag af plötunni hræðilegu ‘Reroute To Remain’, sem heitir ‘Cloud Connected’. Slæmt!!

06. ‘Leader Of The Rats’ (4:20)

Þetta lag minnir frekar á eldra efni erkióvinsins. Gassow hvíslar djöfulega í byrjunni með bannvænt flott gítarspil í bakgrunninum, og mid-tempo fílingurinn minnkar þegar á líður í laginu. Raunar sér maður hversu mikill munur er á þessari plötu og eldri verkum bandsins, eins og kannski ‘Black Earth’ (1996), sem var frumburður sveitarinnar. Fannst mönnum það vera kannski eilítið ripp-off af síðustu Carcass plötu sem Amott lék á, ‘Heartwork’ (1994), áður en að hann sagði skilið við hana. Þetta lag fær þann heiður sem það á skilið hjá mér, vafalaust! : )

07. ‘Exist To Exit’ (5:22)

Þetta lag byrjar hægar en önnur lög hingað til, og helst þannig framan af þangað til að chorus-inn byrjar. Þetta lag innheldur líka kafla sem ég sá á einu af þessum klippum á netinu, og er það loka gítarsólo-ið, sem hljómar mun betur í gegnheilli Sneap-útgáfu. Raunar, þegar ég held áfram að hlusta á lagið rennur upp fyrir mér að gamalreyndir Enemy aðdáendur munu ekki fá að heyra lög a la ‘Burning Angel’, ‘Enemy Within’, ‘The Immortal’, ‘Pilgrim’ eða ‘Diva Satanica’. Það eru kannski fyrstu vonbrigðin sem ég verð fyrir við þessa hlustun, og er það ekki að völdum lagsins eða tónlistarinnar. Sólóið lýkur sér af og lagið er fyrir bí, búið. So far so good!!!

08. ‘Marching On A Dead End Road’ (1:16)

Minnir mig eiginlega of mikið á hið sígilda klassískt-gítarlag ‘Desolate Ways’, með snillingunum í Morbid Angel, af plötunni ‘Blessed Are The Sick’. Enda er erkióvinurinn mikið undir áhrifum sjúka engilsins, þannig þetta er kannski ekkert of óvænt uppákoma. Ekki sakar það, samt enginn gæðastimpill hverju sem líður. Þannig fer hin gallalausa plata, fyrir það að hún minnir á ‘Desolate Ways’, sem getur alltaf kætt hvern þunglyndissjúkling sem er í sjálfsmorðhugleiðingum.

09. ‘Despeciable Heroes’ (2:12)

Það eina sem er líkt með þessu lagi og gamla góða Metallica slagarnum ‘Disposable Heroes’, er þessi orðaleikur sem er hér á ferð. Um leið og ‘Marching On A Dead End Road’ endar, tekur einfaldega við : AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH!!!!!!!! !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Og voila, hraðinn fer yfir á mælieiningu sem er ennþá óuppgvötuð. Verkalýðurinn getur notast við þetta sem ágætis tól til að jafna byggingar við jörðu ef réttu græjurnar eru notaðar. Verður örugglega gaman að sjá á tónleikum.

10. ‘End Of The Line’ (3:35)

Hér nýtist hljómsveitinn betur við eftirminnilegar lagalínur til að semja lög. Skilur sannarlega eftir sig stór spor í minninu á fólki, en þetta er mjög vafasamt lag fyrir hljómsveitinna, og er það umdeilanlegt hvort slíkt hentar hljómsveitinni. En ég get oftast sætt mig við það þegar hljómsveitir taka áhættu, og í þessu tilfelli geri ég það. Stór plús! A+! 10/10. Fullkomið lag.

11. ‘Dehumanization (4:15)

Mér finnst eins og þeir hafi skipt um trommusánd fyrir þetta lag, en það minnir mig einhverja hluta vegna á ‘Wages Of Sin’ sándið. Annars gæti ég ekki munað vel eftir þessu lagi í næstu viku. Ekkert sérstakt. Alls ekkert sérstakt! : (

12. ‘Anthem’ (0:56)

Hér taka aðrir hljómsveitarmeðlimir sér smá hlé, meðan gítarinn fær að óma um veggina óáreittur. Þannig er það, mér finnst einfaldega að hljómsveitir ættu að gera meira af þessu, byggja upp spennuna fyrir lokalagið. Svipað og Killswitch Engage gera fyrir loka lagið á ‘Alive Or Just Breathing’. Flott mál.

13. ‘Saints And Sinners’ (4:41)

Í heildina litið mætti sveitinn fara aftur yfir síðustu lögin á plötunni og fínpússa þau aðeins til og taka þau í gegn upp á nýtt. ‘Saints And Sinners’ er hins vegar einungis bara samið sem einhver loka-sprettur, og er það kannski þess vegna sem það stendur upp úr af síðustu þrem lögum plötunar, ef eitthvað. En vel útpælt lag, góð spilamennska og sýnir vel fram á hvað hver og einn meðlimur Arch Enemy er fær um. Ekki all slæmt. En áður en maður veit af er þetta bara hreinlega búið! : (

Samt sem áður er það er komið vel á hreint að ‘Anthems Of Rebellion’ er ekki bara einhver plata sem er fín í safnið og maður skellir á yfir bókarlestri. Hljómsveitinn hefur sannarlega lært að skera á fituna og þroskast sem hljómsveit, til hins betra, og ég sem helt að það væri ómögulegt, en hljómsveitinn er vel búinn að toppa ‘Wages Of Sin’ og stendur hníjöfn ‘Burning Bridges’ í álita málum mínum. Þessi plata er jafnoki allra hornsteina sem mótað hefur nútíma-metalinn í dag.

Bestu stundir:

‘We Will Rise’

‘Dead Eyes See No Future’

‘End Of The Line’


9,5/ 10 – Nánast skyldueign! Kaupa núna!!