þessu vil ég koma á framfæri:

Ég fór einu sinni á hverja EINUSTU metal tónleika í reykjavíkinni, en ég er hætt að hafa löngun til þess að fara. Það er ekkert púður í þessu öllu saman lengur! Versta dæmið fannst mér þegar ég fór á einhverja tónleika (sem ég man að vísu ekki hvað hétu, æhj þið munið kannski eftir þeim, það var prógramm alveg frá því frekar snemma um daginn og fram á kvöld, í vesturbænum) …ég kom þarna inn og hitti nokkra fastagesti, en þeir voru orðnir of fáir, og svona nokkurnveginn það eina sem ég sá voru stelpur með gaddaólar og í smá rifnum fötum að slamma; bara afþví þeim fannst það kúl að vera á svona tónleikum yfirleitt. ég held ég hafi farið á 3-4 tónleika síðan þá því að ég fékk bara ógeð. það er ekki lengur alvöru stemning á svona tónleikum!!! maður man eftir nokkrum tónleikum þar sem húsið bara SKALF (norðurkjallarinn er gott dæmi ;) gömlu góðu…..) en það er ekki þannig lengur!!! það standa allir bara þarna og hlusta. eða tjah, hlusta varla, eru bara þarna -því þeim finnst það vera svo svalt- ! AÐ mínu mati er það mjög mikilvægt að rétta stemningin sé á hvaða tónleikum sem er, það verður að vera fólk þar sem virkilega er að fíla það sem er verið að spila þá stundina…sama hvaða tónlistarstefna það er.

Ég er amk. á því að það verði að gera eitthvað í þessu

…en hvað? er eitthvað hægt að gera? :(

einhverjar skoðanir?

kveðja…
…kongulo