Fatnaður gítarleikara Fyrir stuttu stofnaði Ryan Shuck, gítarleikari Orgy, sitt eigið fyrirtæki sem sér um að hanna og framleiða fatnað. Þeir sem þekkja til Orgy ættu að vita að þessi fatnaður verður ekki líkt og sá hefðbundni tískufatnaður sem er á markaðnum, en Orgy eru einmitt þekktir fyrir sitt óvenjulega útlit. En nú fyrir nokkrum dögum var það gert opinbert að Brian “Head” Welch, annar gítarleikari Korn, hafði lánað Shuck dágóða fúlgu til styrktar fyrirtækinu. Fyrirtækið heitir Replicant Clothing, og er heimasíða þess www.replicantclothing.com.
Einnig ætlar James “Munky” Shaffer, sem er hinn gítarleikari Korn, að starta sinni eigin fatalínu innan skamms.