Í býgerð er myndin “Queen of the Damned” eftir sögu Ann Rice, en hún er framhald myndarinnar Interview With A Vampire, sem skartaði þeim Tom Cruise, Brad Pitt, Antonio Banderas og Christian Slater. Þó að myndin sjálf sé ekki það merkileg er einn athyglisverður hlutur sem tengist henni; Jonathan Davis, söngvari Korn, mun sjá um tónlistina fyrir myndina auk þess sem hann mun hugsanlega leika lítið hlutverk í henni. Jonathan er einnig að semja tónlist fyrir myndina The Wellon.