“Techno-rokk” hljómsveitin Orgy gaf í nóvember síðastliðnum út annan disk sinn, sem ber nafnið Vapor Transmission, í Bandaríkjununm.
Allt er gott við það nema; Þeir nota sömu sölutaktík við þennan disk og við Candyass, fyrri disk sinn, þ.e. þeir gefa hann út hálfu ári seinna í Evrópu en í Bandaríkjunum.
Ég hef tvær spurningar varðandi þetta, og þær eru: Veit einhver hvenær diskurinn kemur út hér á landi, og hvað finnst ykkur um þessa sölutaktík? Hálfvitaskapur eða snilld? Vinsamlegast rökstyðjið svörin ef þið getið og ef þið ákveðið að svara þessu.