METALL Þróun metalsinns hefur átt sér stað á mesta þróunartímabili mannkynssögunnar,
þar sem mótþrói ungs fólks við allt yfirvald hefur valdið uppsprettu
tónlistarstefnu sem á sér enga líka.

Þessi tónlistarstefna hóf að myndast eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún byggist
oftast á dýrkun á dauða og gereyðingu, og samkvæmt anus.com veitti “Abyss in
the Western Society” eftir Nietsche forsprökkum þessarar tónlistarstefnu mikinn
innblástur.

Þess má geta að uppruni orðsins “Heavy Metal” er kominn úr lagi með
Steppenwolf, Born to be Wild:

I like smoke and lightning
Heavy Metal thunder
Racing with wind
And the feeling that I'm under


Í rauninni var þetta leið ungs fólks til að sporna við íhaldssemi yfirvalda, og reyna
að njóta lífsinns, án takmarkana.

Það má segja að metallinn sé frá Englandi, enda voru stónerarnir í Black Sabbath
með þeim fyrstu sem fóru að gera tilraunir, og fóru út í Gothic-industrial rokk til
að tjá sínar skoðanir á hversdagslega, íhaldssama lífinu í vestræna heiminum.

Gítarleikarinn Django Reinhardt hafði mikil áhrif á þá, því eins og hann gat
gítarleikari Sabbath Tony Iommi bara spilað með tveimur puttum.
(Hef ekki hugmynd af hverju :)

Það sem aðgreindi þungarokkarana frá hippunum voru Níhílistiskar skoðanir og
dýrkun á hinu dimma og því “vonda” í lífinu. Tónlistin var blanda af klassískri
tónlist og blús, og þessu nýja hráa efni.

Með upprisu þraskmetalbandsinns Slayer, var nútíma metall mótaður. Tónlistin
einkennist af krómatískum stefum, strengjamisþyrmingu og ótrúlega hraðir
taktar.

Margar hljómsveitir voru fljótar að tileinka sér stíl þeirra og sumar hljómsveitir
mynduðu nýja stefnu. Death metal. Þetta var miklu hrárra en Þraskmetallinn og
myndaði hljómsveitir eins og Possessed, Death og Morbid Angel.

Death Metall var ekki eina stefnan sem reis á árunum ‘83-85. Hljómsveitir eins og
Bathory, Hellhammer og Venom voru oft dæmdar sem slappir hljóðfæraleikarar
útaf þessu ótrúlega hráa sándi. Þessi stefna kallast Black Metall og er örugglega
ein umdeildasta tónlistarstefna þessa áratugs.

10 áratugurinn var metal heimurinn næstum algerlega dauður eftir langt, strangt
og mikilvægt tímabil í sögu metalsins.

Death metallinn hafði breyst í jaðarhóp, en líka skapað straum af mainstream
eftirhermum og sell outs. Black Metal senan hafði hins vegar lifað af síðan Celtic
Frost, Sodom og Bathory toppuðu allt sem death metallinn hafði gert.

Listrænt séð leitaði Black Metallinn að leið til að komast hjá trendinu sem hafði
skapast hjá Death Metal sveitum. Hatur á “Jogging galla” metal sem hafði eyðilagt
allan boðskap í textum til að gera hann “Politically Correct”, bullaði í gegnum
Black Metalinn.

Á meðan Black Metallinn óx, frá um það bil ’91 til '96 þróaðist textasmíðin yfir í
texta sem voru undir áhrifum frá heiðnum ljóðum og fasista hugmyndum.

Í fyrstu voru satanískar árásir á kirkjuna vinsælar hjá Black Metal hljómsveitum/
áhangendum, en eftir einhvern tíma fóru nýjar fylkingar að myndast: NSBM, eða
National Socialist Black Metal varð að risa fyrirbæri í Noregi. Jafnvel þótt að
gítarleikarinn í Iggi Pop hafi verið með Nasista nælur bara til að ögra fólki, og
Slayer verið með Sataníska texta á meðan Jeff Hanneman spókaði sig með öllum
NS nælunum sínum, þá vildu Black Metal menn meina það að þeir væru að tjá það
sem fólk hefði verið að hugsa um lengi en ekki þorað að segja frá.

Nú er Death Metallinn eitthvað að byrja rísa upp með böndum einsog Morbid
Angel og At the Gates, og ég vona að það eigi eftir að halda áfram að þróast.

Þeir sem hafa nennt að lesa greinina í gegn ættu að vita að ég er ekki svona ofur
fróður um sögu metalsins heldur las bara 6 stykki greinar áður en ég byrjaði.


Rock on!