Metallica & Ruzl-Tv Ok, ég ætla að reyna að blóta ekki mikið í þessari grein en ef það slettist eitthvað út úr mér þá verðiði bara að afsaka.

Hafiði tekið eftir að ÖLL! þá meina ég ÖLL! Metallica lögin á Popptíví sem hafa verið spiluð síðustu helgi og núna út vikuna eru stytt?
Sorglegasta dæmið er One sem er stytt þvílíkt ekki einu sinni hægt að hlægja af þessu.
Öll hin eru stytt og ég lenti í því að vera nýbyrjaður á St.Anger laginu á St.Anger disknum þegar það kom á rusltívi og ég gerði samanburð og allt er stytt.. ótrúlegt..

ég skil samt alveg að það er ekki hægt að hafa 7. Mínútna lag en samt.. annaðhvort að spila þessi lög í heild eða einfaldlega bara að sleppa þessu..

Ég tók ekki eftir neinni breytingu í Turn The Page og er það eina undartekningin sem hægt er að taka útfrá þessari grein nema kannski og ég endurtek kannski þau lög sem tekin eru af “S & M” tónleikunum

Ég persónulega elska intro-in hjá Metallica og sérstaklega þau sem eru með sólóum og plokkum en þau hrífast ekki á Ruzl Tv, eins og t.d One þá er intro-ið í heild sinni u.þ.b 1 - 1 og hálf mín en á Ruzl-tv er það bara 7-9 sek eða eitthvað í þá áttina og svo endar lagið í miðju riffi!

Ég gæti skilið þetta ef þetta væri Scooter eða Blink 182 en þetta er ekta Metall sem maður er að tala um hérna!

Og sona í sambandi við Ruzl-Tv og Plikk-Tv þá er alltaf “Hlustaru mikið á Metallicu” þetta fer í taugarnar á mér , verulega þegar allt þetta FM hnakka lið segir “Metallicu” og fallbeygir allann andskotann!

Takk fyrir

Kv.XorioN