Frantic TIC TIC TIC TIC TOC ! Jæja nú er dýrgripurinn kominn út og þá datt mér að skrifa umfjöllun um þetta. Þar sem lok get ég svalað forvitni minni sem er búinn að vera tilstaðar í 1/6 ár bara.
Skrifa ég þetta við fyrstu hlustun nema á einu lagi…. St.Anger.

1.Frantic 5:50
Var búinn að heyra 30 sek bút úr þessu lagi. Mjög heavy, þungt riff.. powerful trommur allt heavy í þessu lagi ekkert sem heitir slökun.
En mér finnst eitt vanta á sönginn, það vantar meiri innlifun eins og á Black album, Load og Reload og fl. diskum.
Endirinn er magnaður á laginu sem lyftir því alveg upp.
Fær góðann dóm samt sem áður þannig bara FRANTIC TIC TIC TIC TIC TIC TIC TOC ! ;)
8/10

2. St.Anger 5:47
Tjah…þetta eru allir búnir að heyra held ég. Lagið byrjar mjög töff á eitthverju ýktu riffi og síðan kemur þetta allt saman… líklega öflugasta byrjun í Metallica lagi sem ég hef heyrt. En núna er söngurinn kominn í aðeins meira….hvað eigum við að kalla það ? Jafnvægi ? Jamm. Tjah ég verð nú bara að hrósa Lars í þessu lagi fyrir einstaklega hraðan double-kicker.. :) Gaman heyra í Trujillo nota röddina sýna þar sem ég hef aldrei heyrt hann syngja áður.
8/10

3. Some Kind of Monster 8:25
Byrjar á eitthverju bassaplokki að hætti Trujillo að ég held og svo komi Kirk og Jaymz inní með heavy riff og Lars fylgir hart á eftir !
Eitt það sem vantar eru sóló en ég get dealað við það…spurning um ykkur ? Kirk reynir að troða eitthverju pikki á strengina þarna.
Síðan kemur þetta riff aftur í byrjuninni og double kickerinn með :) Soldið kúl hvernig hann syngur í þessu lagi….hann bara talar svona í takt.
Eitt finnst mér skrýtið….. það heyrist eiginlega meira í trommunum heldur en söngnum. Stundum týnist hann.
Síðan í endann er soldið skondið…. svona eins og þegar ættbálkur steikir menn eða eitthvað… c.a á 6:57 ;)
Þetta eru átta og hálf mínúta af headbangi.
Engu að síðu magnað lag.
9/10

4. Dirty Window 5:24
NAUJ byrjar öflugt maður….. fæ hroll. Magnað útí gegn…. heyri bara hausinn á mér banga við þetta !
Þetta var það sem ég var að byrja…. BESTA LAGIÐ HINGAÐ TIL ! Mér flaug eitt í hug… þegar Jaymz samdi textann var hann þá að hugsa um gluggaþvott !? HIhí :)
Afskaplega heavy… ég byrja bara að brosa þegar ég heyri þetta vááá, var þetta ekki það sem ætlast var til af Metallica á þessum disk bara ?
Tekur mann aftur á eitt besta albumið …And Justice for All. Flott lag…. lítill texti oft það sama sem dregur það mjög lítið niður

!10/10!

5. Invisible Kid 8:30
Byrjar right away til að fylgja Diry Window eftir…. kemur skemmtileg ruddla frá Jaymz þarna og allt kúl…heyrist mikið í Trujillo(Bob Rock) og bassanum hans þarna sem er ekkert nema gott. En samt ekki eins gott Dirty Window var svona meiri fílingur í Dirty Window. Samt flott lag…heavy…góður söngur…. gaman að heyra Trujillo syngja þarna. Nokkuð flottur söngur verð ég núna að hrósa..Kirk stendur sig líka vel en hann fær ekki að njóta sín alveg. En engu síður flott lag… átta og hálf mínúta af headbangi bara. Samt lagið dregst á langinn og verður leiðigjarnt… en síðan vaknar það og verður mjög gott aftur. Eitt af þessum sem eru í meðallagi hjá þeim á þessum disk, söngurinn dregur það upp finnst mér.
7/10 annars yrði það 6/10 ef sönginn vantaði.

6. My World 5:45
Ákkurat það sem ég hélt eins allur diskurinn framan af byrjar hann á eitthverju riffi og einföldum trommuslætti og magnast síðan upp og allt kemur heim og saman…en það líkar mér bara ! Byrjar töff flottur söngur allt komið núna hjá honum Jaymz. Mikill fílingur í þessu lagi.
It's My World You Can't Have it flottur endir…mergjaður. Heavy lag…. mér flaug í hug að segja við kennarann á næsta ári bara I DONT KNOW EVEN WHAT THE QUESTION IS !!!!!!!! hehehe.
8/10

7. Shoot Me Again 7:10
Byrjar rólega en samt með þessu sem ég var að tala um svona rólegt og svo kemur allt heim og saman. En síðan þegar kemur að þessum hápunkti mjög flott maður kemst í þennan ákveðna fíling. Flott riff koma rólegir partar í þessu lagi… mjög gott andrúmsloft í þessu lagi eitthvað.Heyrist vel í bassanum þarna. Eitt líka gaman að heyra Kirk syngja FINALLY ! Eða eins og hann sagði í einu myndbandi Attempted vocals haha :) Flott lag, mjög flott. Gott að headbanga mikið við þetta lag eins og allan diskin það sem komið er af. Mjög gott power í þessu lagi. Flott lag…
8/10

8. Sweet Amber 5:27
Jáh hvað var ég að tala um byrjanir áðan ? Alveg það sama. En síðan kemur þetta allt og safnast í einn stórann power. Mjög flott lag. Flottur söngur einfalt lag…. en mjög flott. Gott lag eitt af þesum Volvo lögum ekki of flott heldur traust :) eins og það var orðað. Nokk heavy lag eins og öll lögin á þessum disk. Flott lag.. breytist í mjög gott lag. Flottur texti. Síðan róast þetta í svona 3 sek. og aftur kemur þetta… síðan kemur hratt riff eitthvað það sem Kirk fær að njóta sín með, en ekki nóg. Þannig þetta er bara ÚÚÚÚ Sweet Amber ! En ekki gott lag….dregst soldið á langinn og verður leiðinlegt.
En þar sem Kirk fær eitthvað að njóta sín þá fær hann eitt credit.
6/10

9. The Unnamed Feeling 7:09
Tja hvað var ég að tala áðan ? Það sama aftur. En bara nokkuð flott… samt ekki að gera sig. Get lítið sangt um þetta lag. Langar varla að hlusta á það. Ekki gott lag, samt læt ég hlustast. En segji ekki neitt nema þegar þetta breytist. Mjög einhæft.Lítið varið í þetta lag. Lag sem ætti að vera á Reload. Ekkert gott lag. Minnir soldið á System of a Down án keyrslu. Vonbrigði disksins. Ekkert mun draga þetta lag upp nema það komi eitthvað mjög heavy. En það kemur ofsalítið sem hækkar þetta um 1/2
4,5/10

10. Purify 5:13
Vonandi verður þetta betra lag þar sem ég hlusta á endinn á The Unnamed Feeling. Og já…. byrjar vel… en dettur það niður ? Nei… flott lag lyftir manni upp eftir hinn disasterinn. Bara eitt af þessum flottustu lögum á þessum diski… mjög FLOTT LAG !!!!!!! ÚJE ! fílingur í þessu lagi… sömdu þetta þegar þeir voru að djamma, pottþétt… ekki heimaverkefni kom bara svona eins og flest öll lögin á þessum disk. Flott lag mjög flott lag… eitt af þessum bestu. Mjög gott lag…ekkert annað en hrós hjá mér. Flott riff, góður trommusláttur, góður söngur, tja bassi ? Góður. Gott lag en viðlagið endurtekið mjög oft en það dregur það ekki niður því sá partur er nokk heavy. Eitt af þessum lögum sem eru alveg úber live.
9/10

11. All Within My Hands 8:47
Byrjar flott… heavy, heavy, heavy. Lars fær að njóta sín. Allir fá að njóta sín. En svo kemur rólegur partur sem er gott í endann á þessum disk. Flottur söngur.
Kirk fær að njóta sín á parti þarna. Flott lag…. mjög soldið svona…rólegt en heavy. Gaman að sjá Kirk loksins njóta sín smá. Nokkuð gott lag… en soldið endurtekið sömu setningarnar. En síðan kemur þessi partur sem breytist og verður svo aftur að sama partinum. Tja komið smá heavy í þetta. Núna kemur þessi keyrsla sem maður hefur beðið eftir í þessu lagi. Soldið aumt á tímabili en síðan kemur þetta allt aftur og verður þessi rólegi heavy partur sem er ekki mjög gott og dregur það nokkuð niður. En það er svona gott andrúmsloft yfir þessu lagi.
7/10


Heildar einkunnargjöf:
Vantar eitt og annað en þessi diskur var ný stefna og með nýrri stefnu fylgja allt kostir og gallar. Eins og vantar sólóin hans Kirks en á móti kemur meir aggressívari og hraðari Metallica en áður. Sem mjög góður diskur og síðan þetta skemmtilega, þeir tóku áðdendurna inní processið með svokölluðu Jump in the studio og hleyptu fólki úr Metallica Fanclub inní HQ (Bækistöðvarnar). Sem mér fannst mjög gott. Síðan voru sumir að setja útá Lars og Jaymz fyrir að klippa sig stutt… It's the music not the hair.
Bob Rock fær kreditið fyrir að spila á bassann með þeim sem greiði en á DVD-inu sem fylgir með spilar Trujillo.
Diskurinn fær í held 9/10