Gítarneglur - The Story Hér ætla ég að skrifa smá pistil/grein um hjálpartæki gítar spilunnar á Íslandi og um allann heim. Gítarneglur voru fyrst þróaðar til þess að fólk þyrfti ekki að nota sínar eigin neglur við gítar spilun og það var búið til hjálpartæki og þróað með tímanum.
Gítarneglur eru margskonar þær geta verið þríhyrningslaga,hringlaga og jafnvel kassalaga, þær geta verið úr öllum efnum nema málmi og gúmmí en hver veit, gítarneglur geta verið í öllum litum af öllum gerðum og stærðum.

Gítarnöglum finnast mjög gaman þegar það er verið að spila með þær og þegar maður leikur sér að þeim þegar maður þykist spila á gítar í skólanum sér til dægrastyttingar.
Þær vilja bera nöfn og vilja bera límmiða með nöfnumum sínum á sér, þeim finnst gaman úti og í kvikmyndahúsum því þá hitta þær gjarnan aðrar gítarneglur.

Ég ætla að segja ykkur frá Balla uppáhalds gítar nöglinni minni hann er Fender Thin gítar nögl og hljómar mjög vel á kassagítarinum mínum sérstaklega í G-dúr.
Einu sinni rifnaði Balli en ég bara bræddi hann í mót sem ég bjó til og það virkaði.. ég er ekkert að gantast það virkaði.

Ég ætla einnig að segja ykkur frá Gítarnögl sem ég fann úti sem er orðinn gífurlegur lukkugripur.
Alltaf þegar ég er að fara eitthvert eða eitthvað þá tek ég hana með mér.
Ansi lukkulegur gripur þar á ferð.

Gítarinn minn kallast Trjáskeggur og hann er besti-bestasti gítar í heiminum hann spilar allar nótur en um daginn náði eitthver andskotinn í hann og sleit A strenginn og þurfti ég að skipta og er hann kominn í samt form núna.

Haldiði áfram að hugsa vel um gítarneglurnar ykkar og þá hugsa þær vel um ykkur

Kv.XorioN

PS: ég er ekki klikkaður!