Tekið af mbl.is

“Söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden er einn af flugmönnum breska flugfélagsins Astraeus og hefur sem slíkur flogið nokkrar ferðir með farþega flugfélagsins til og frá landinu. Eins og venja er kynna flugmenn sig fyrir farþegum og hafa nokkrir áttað sig á því að við stjórnvölinn situr hinn frægi leðurbarki.

Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, segir að Dickinson vinni fyrir Astraeus rúmlega hálft árið, en þar sem Iron Maiden sé á tónleikaferðalagi um þessar mundir muni hann varla fljúga með Íslendinga til og frá landinu fyrr en í haust. Dickinson er fjölhæfur með afbrigðum en auk þess að vera ein helsta driffjöður og lagahöfundur sveitarinnar hefur hann skrifað bækur og stundað skylmingar af krafti, svo eitthvað sé nefnt. Hvort hann muni syngja fyrir farþega lagið ”Aces high" verður bara að koma í ljós.