Hérna ætla ég að fjalla stuttlega um meistarana í Black Sabbath og þetta verður bara stutt og laggóð kynning.

Black Sabbath er bresk “heavy metal” hljómsveit stofnuð af söngvaranum Ozzy Osbourne (John Michael Osbourne, fæddur 3 desember árið 1948 í Birmingham Englandi), Tony Iommi gítarleikara (Frank Anthony Iommi, fæddur 19 febrúar árið 1948) , Geezer Butler á bassanum (Terence Butler, fæddur 17 júlí árið1949) og Bill Ward á trommunum (William Ward, fæddur 5 maí 1948).

Hljómsveitin var stofnuð í Birmingham, Englandi á sjötta áratugnum undir nafninu Earth, en spiluðu fyrst blús en þeir eru nú bornir saman við Led Zeppelin og Deep Purple.

Með réttum tónum og óvenjulegum skrípalátum Ozzys hefur sveitin notið mikillar velgengni með þessum breska metal og glæsilegum grófum stefum allt frá fyrstu plötunni þeirra, Black Sabbath sem kom út árið 1970. Seinni platan þeirra Paranoid sem kom út sama ár hlaut mikillar velgengni í Ameríku. Báðar plöturnar (bæði tónar og kápa) voru undir áhrifum svartagaldurs.

Þeir gáfu svo út þriðju plötuna, Master of Reality árið 1971, Vol.4 árið 1972 og svo Sabbath Bloody Sabbath árið 1973. Fimmtu plötuni seinkaði útaf stjórnarvandamálum og hún kom út árið 1975 og hét Sabotage og er sögð lélegasta platan þeirra. Eftir henni fylgdi platan Technical Ecstasy sem kom út árið 1976 (framan á er mynd af tveimur vélmennum að ríða) og var seinasta platan sem var í “heavy Black sabbath style”.

Árið 1978 kom dauf plata sem heitir Never say die! en þá spratt upp orðrómur um að Ozzy ætlaði að hætta í hljómsveitinni, sem sannaðist ári seinna og stofnaði hann þá hljómsveitina Blizzard of Ozz, sem skipti um nafn stuttu seinna í Ozzy Osbourne Band. Hann var leystur af hólmi af Ronnie James, en það var endirinn á gróskutítímabilinu þeirra.