Emo Jæja það hlaut að koma að því að einhver byrjaði að tala um emo hérna… Emo er að mínu mati jafn góð tónlist og powerviolence, grind, og hardcore… en ekki eru allir sammála. Fyrir þá sem kannast ekki við þessa tónlistar greinar geta þeir kíkt á heimasíður afar góðra emo og emopunk hljómsveita eins og: The Get Up Kids [www.thegetupkids.net], Reggie and the Full Effect [www.reggieandthefulleffect.com], Jimmy Eat World [www.jimmyeatworld.net]… that should get you started. Ef þið eruð með napster þá ráðlegg ég ykkur að leita að Sensefield, Jimmy Eat World, Mineral, Sunny Day Real Estate, Reggie And The Full Effect og The Get Up Kids til að komast á bragðið. Ef þú ert svona týpa sem fílar bara metal og blackmetal og eikkva þá megið þið eiga ykkur og koma ekki nálægt þessu því þetta er ekki beint blackmetal… þetta er heví góð tónlist. Emo og Hardcore eiga margt sameiginlegt… þessar senur eru mjög nánar en samt mjög aðskildar úti… þar eru til emo gaurar og hardcore gaurar en sem betur fer er ekkert svoleiðis rugl hér á landi. Til gamans má geta að menn eins og trommarinn í Coalesce (ofurþung mathrock hardcore frá bandaríkjunum www.coalescemusic.com) er hljómborðsleikarinn í The Get Up Kids þannig að…

kíkiði á þetta

siggi