Paradise lost - Lost Paradise REVIEW Ég hef nú ætlað að spara mér spjallið í þessari grein og reyna að koma mér bara að efninu, en fyrst…

Eftir að hafa eytt 4 dögum í að reyna finna hluti í black metal sem eru frekar sjaldgæfir. Nefnilega vandaðir, þungir, rólegir kaflar, þá byrjaði ég að loksins að hugsa (það kemur fyrir þegar þarf á því að halda).
“Ok, ég er barasta alls ekki á réttum stað”

Ég er ekki að segja að það sé eitthvað að Black Metal, ég var bara að leyta að hlutunum, á vitlausum stað.

Svo ef ég vildi pjúra hraða, þá gæti ég alveg eins hlustað á bönd eins og Slayer. Ætla nú að hlýfa ykkur fyrir skoðun minni á þeim…
(það er ekki rifrildi sem ég myndi vinna)


Enn ég tel mig nú hafa fundið þennan Metal geira sem einkennist af öllu sem ég leytaði að. Nefnilega DOOM METAL.
Þið megið alveg kalla mig fáfróðan í þessum málum, en ég var bara að komast að því að þetta væri til, hérna um dagin.

Black Sabbath eru (eftir því sem ég hef lesið mér til um) Doom Metalistar.

Ég hef aldrei verið neitt fyrir Ozzy og félaga, en þeir eru heppilega ekki einir í geiranum.

Allaðana þá einkennist Doom Metal af hægum overdrife riffum, með djúpum texta.
Þetta er bein þýðing af því sem Doom metal stendur fyrir.


Þannig að eftir að hafa lesið nokkrar vel valdnar gagnrýnir, þá valhoppaði ég út í Skífu og fékk mér eitt stykki, “LOST PARADISE” með “PARADISE LOST”, frekar frumlegt, huh?

ok, nú ætla ég að hætta að pirra ykkur með mínum “MTV” skoðunum og valhoppi og koma mér að þessu Review´i


PARADISE LOST - LOST PARADISE

Hérna er track-listin, sem finna má á LP… nei, frekar Lost Paradise. LP gæti misskilist ;)

1. Intro (2:40)
2. Deadly Inner Sence (4:36)
3. Paradise Lost (5:30)
4. Our Savior (5:07)
5. Rotting Misery (5:16) Hélt það væri skrifað mi*ss*ery
6. Frosen Illusion (5:20)
7. Breeding Fear (4:14)
8. Lost Paradise (2:08)
9. Internal Torment 2 (5:54) …2?


Svo kemur “skítkastið”:

1. Intro:
Já eins og flestir gátu giskað, þá er þetta Intro disksins. Það einkennist af, því sem ég held að sé gömul lest að flauta og hlátur. Þetta er ekkert sérstakt intro og manni byrjar aðeins að leiðast, þangað til í seinustu sekúndirnar kemur frekar svöl rödd sem hvíslar “Where is your God now?”
6/10

2. Deadly inner sence:
Beint á eftir þessa, frekar drungalegu spurningu byrjar fyrsta alvöru lag disksins.
Það byrjar á frekar flottu hægu riffi og rétt á hælum þess er endalaust flott öskur. Þetta er mjög flott lag, góð byrjun á góðum diski.
Það sem mér fannst best hérna, vara að heyra í söngvaranum, Hann er endalaust góður og er með mjög nátúrulega dimma rödd, sem gerir að hann þarf ekki að reyna eins mikið á sig, eins forsprakkar Immortal og Dimmu Borga.
Því miður endar þetta lag í rugli, með einhverju gítarsólói sem passar einhvernvegin ekki alveg inn.
8,5/10


3. Paradise lost:
Þetta titil-lag hljómsveitarinnar byrjar á byrjar á Iron Maiden-legri melódíu með helvíti þéttan bassa undir. Síðan byrjar main riffið, sem er MJÖG flott. Þetta lag er frekar mikið hægt en samt með því þyngra sem maður heyrir. Söngvarin heldur alveg sínum titli, með að vera besti söngvari sem ég hef heyrt í allan dag, með snilldar rödd og velheppnuðum öskrum. Ekki slæmur texti heldur.
9/10


4. Our Savior:
Eftir Paradise lost kemur lag sem minnir mest á þunga útgáfu af Dream of mirrors, fyrir þá sem þekkja það lag.
Þetta er nú ekki með þeim betri lögum á disknum, en samt betra en margt annað. Laglínan er soldið óskýr og frekar samhengis-laus.
lagið stoppar svo inn á milli á meðan söngvarinn spyr um staðsetningu Guðs okkar, á þessu augnabliki:
“WHERE´S YOUR GOD KNOW?”
6/10


5. Rotting Misery:
Það er soldill “For whom the bells toll” fílingur í þessu lagi. Bæði í kirkjuklukkunum og drungalega sólóinu sem kemur í seinni part lagsins.
Þetta er mjög hægt og flott lag. Það er ekki mikið annað um það að segja. Kemur frekar flott “DIE!!!” öskur inn á milli.
Frábært, hægt drungalegt lag.
8,5/10


6. Frozen illusion:
Þetta sjötta lag disksinns er eins og restinn, hægt og þungt en kannski aðeins einhæfara. Lagið byrjar ekkert sérstaklega þangað til söngvarin kemur inn með snilldar öskri.
Söngvarin heldur laginu alveg uppi. Það væri allt of einhæft án hans. Þannig að þetta er alls ekki slæmt lag. Veit ekki alveg hvort það er eitthvað meira að segja.
8/10


7. Breeding Fear:
Þessi titil minnti mig soldið á “Hate Breeder” með “Hate Crew Deathroll”, enda er lagið ekki mjög frábrugðið því. Annars er ekki mikið varið í þetta lag. Söngvarinn stendur sig vel, eins og alltaf, en það nægir bara ekki í þetta sinn.
5,5/10


8. Lost Paradise:
hmmm, þetta er pure instrumental lag sem samanstendur af einföldu overdrive riffi, með annan gítar sem spilar inn í það. Hljómar alls ekki slæmt.
Ég hef enn ekki komist að, hvort þetta hengur saman við track 03 “Paradise lost”
8/10


9. Internal torment 2:
Þetta seinasta lag disksins byrjar á stuttu intrói sem gæti smellpassað inn í Apokalyptika lag. En því miður verður lagið að byrja einhverntíman. Þetta er eiginlega bara leiðinlegt lag, þangað maður kemst á þriðju mínútuna, þá byrjar skemmtilegur kafli, sem deyr svo nokkrum sekúndum síðar og lagið verður aftur leiðinlegt.
4/10


Í Overallinu, þá er þetta nokkurn vegin mjög góður diskur með mörgum flottum hægum riffum. Paradise lost eru því miður ekki eins þéttir og maður mundi vona en söngvarinn sér um að fylla í flest göt.
Annars bara frábær diskur og allveg þess virði að downloada honum ef ekki meira en það.


Jako