Immortal - Sons of northern darkness, REVIEW Það getur vel verið að þetta review komi nokkrum árum of seint, en þetta (Sons of Northern Darkness) er diskur sem er búinn að vera fastur í spilaranum mínum í dálangan tíma.

Ástæðan fyrir því að ég keypti þennan disk til að byrja með, var að ég var búinn að lesa annað review af honum, þar sem í stóð að þetta væri besti black metal diskur allra tíma.

Þar sem ég er nú sjálfkrýndur
“nýbyrjenda-black-metal-myrkra-prins”,
eða eithvað í þá áttina, ákvað ég að skella mér á hann.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir Black metal, en var alveg til í að pína mig í nokkra daga til að komast inn í það.

Nú eru þessir fyrstu dagar þjáningar búnir (Guði/Satan sé lof) og er byrjaður að heyra alvöru melódíur inn á milli öskrana og ofvirku trommuslagana.

Nú eins og flestir vita eru Black metalistar þekktir fyrir að hafa afrekað skrif á mörgum af lélegustu textum sem mannseyrað getur haldið út.
Það hefur alltaf verið stærsti mínusin við Black metal hljómsveitir, að mínu mati allavegana.

Áður en ég komst inn í þetta þá var ég vanur að gera mér það til skemmtunar að horfa á Dimmu Borgir tónleika og spóla yfir lögin, aðeins til að heyra talið á milli.

Það er með því fyndnasta sem maður upplifir. T.d. þá segir söngvari Dimmu Borga áður enn þeir spila lagið sitt, Spellbound:

“This next song is called SPELLBOUND, because we have been spellbound!!! … by the devil”

Maður verður eiginlega að sjá þetta til að hafa húmor fyrir þessu. Ímyndið ykkur bara lítinn horaðan náunga, málaðan í framan með tómatsósu á bringuni, sem hljómar eins og reiður strumpur með norskan hreim (you get the picture)


Allavegana, þetta er ekki það sem hef ætlað mér að fjalla um í þessari leirburðar-klessu. Meininginn var nú að kynna fyrir ykkur IMMORTAL og þeirra besta disk… og láta vallta yfir mig, af reyndari Immortal aðdáendum


Immortal er norskir veteranar í Black metal inaðnum og taldir vera fremstir í þeim geira af mjög mörgum. Ekki mikið annað um þá að segja.

Enn eins og ég sagði hef ég ætlað mér að gefa álit mitt á þeim “hógværa” Sons of Northern Darkness disk.

Smá hint, ef þið hafið ætlað ykkur að taka þessa hljómsveit alvarlega, ekki ég endurtek EKKI líta í bæklingin!!!

Allavegana þá ætla ég að hætta að væla og koma mér að meginmálinu.
Hér fyrir neðan er listi af lögum sem má finna á “SOND”:

1 One by One (5:00)

2 Sons of Northern Darkness (4:47)

3 Tyrants (6:18)

4 Demonium (3:57)

5 Within the Dark Mind (7:31)

6 In My Kingdom Cold (7:17)

7 Antarctica (7:12)

8 Beyond the North Waves (8:06)



Review´ið

1. One By One:
Dsikurinn byrjar á mjög þungu og hröði lagi, kallað one by one. Bassatrommurnar eru á fullu í gegnum allt lagið og eru alveg ágætlega flottar á köflum. Því miður er þetta allt of einhæft og leiðinlegt lag til að geta gert viðhæfandi intró fyrir góðan disk
5/10


2. Sons of Northern Darkness:
Þetta titil-lag disksinns er aftur á móti mun betra. Það byrjar á litlu trommusólói, sem mér finnst alls ekki passa inn, en síðan byrjar lagið.
Mesta böggið við þetta lag eru trommurnar. Þær eru rosalega einhæfar og minna helst á eithvað slepjulegt technó ógeð. Enn söngvarinn bjargar laginu algjörlega, með nokkrum viðeigandi öskrum á réttum tíma.
“FIRE IN THE SKY, THE SONS OF NORTHERN DARKENSS, BURN!!!”
7/10


3. Tyrants:
Þetta þriðja lag disksins er frekar ólíkt hinum á þann veg að það er mun rólegra en hin. Samt alveg vel þungt þrátt fyrir það. Þetta er mjög flot, hægt og þungt lag. Með þeim betri á þessum disk. Fjölbreytnin er líka í góðu lagi.
Það kemur svona über rólegur kafli í miðjunni sem endar á trylltu öskri og þá fara bassatrommurnar að segja til sín. Þetta er með þeim betri Black Metal lögum sem maður heyrir
9/10


4. Demonium:
Það er erfitt að gera lag sem á að fylgja snilld eins og Tyrants. Þeir hafa eflaust vitað þetta sjálfir og sett slakasta lagið þar. Því öll lög eiga eftir að hljóma fáranlega á eftir Tyrants.
Eins og ég nefndi, þá er þetta án efa slakasta lag disksins. Melódían er á því að vera non-existing og svo kemur eithvað slappt gítarsóló í endann og… þetta er bara ömurlegt lag á alla kanta.
2/10


5. Within the dark mind:
Einhvern veginn minnti þessi titill mig á Piece of mind, eftir Iron Maiden, þannig að ég var nokkurn veginn að búast við einhverskonar trooper lagi (sem er bara pjúra heimska, ég veit), en þetta hafði kannski eitthvað með það að gera að ég varð dálítið vonsvikin við þetta lag.
Í fyrsta lagi þá er þetta lag allt of langt. ca. 7,5 mín og ekki með meira fjölbreytni en þetta.
Þetta er lag sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Samt alveg ágæt hlustun
6/10


6. In my kingdom cold:
Þetta er yfirleitt leibúlað “besta” lagið á disknum, af þeim sem hafa meira vit á þessu heldur en ég.
Fyrst var ég ekket fyrir þetta lag þangað til ég var komin langt inn á þriðju mínútuna. Þá hætti ég að flissa yfir textanum eins og 7 ára smástelpa og fór að lemja hausnum á mér í rúmið mitt eins og versti gothisti, yfir þessum endalust flotta rólega
(samt mjög þunga) kafla sem kom þarna.
Þetta lag “Cought me totally of guard” ef má taka þannig til orða. Mér finnst það vera dúndrandi snilld, fyrir utan texta og lengd, samt mjög flot lag.
9/10


7. Antarctica:
Þetta lag byrjar á hægum og drungalegum vindi sem gæfi hvaða íspinna sem er, hroll DAUÐANS!!!
Þetta lag er aðeins hægara enn restin en samt frekar hratt. Það góða við þetta lag er að maður fær alveg ágætan fíling fyrir því sem er verið að syngja um. Sem er basicly bara kalt og hars umhverfi, með nokkrum frostdjöflum á kreiki, sem virðist vera svona main theme´ið í disknum.
Þetta er fínasta lag eftir nokkrar hlustanir, með alveg ágætum rólegum kafla þarna inn í miðjunni.
(eyrun á manni gætu notað öll bassatrommu frí augnablik sem gefast á þessum disk)
8/10


8. Beyond the north waves:
Þetta er seinasta lag disksins, sem er frekar skrýtið. Maður hefur nú ekki séð margar breiðskífur með aðeins 8 lögum, ef maður tekur Iron Maiden safnið ekki með.
Allavegana þá byrjar þetta lag á frekar skrýtnum rólegum hljóðum, heyri ekki alveg hvað það er, en hljómar alls ekki illa.
Þetta er eitt af rólegri lögunum, sem ég held svo mikið upp á.
Það er alveg viðbjóðslega flott á köflum, sérstaklega á byjun sjöttu mínúturinnar. Þá byrjar sjúklega flottur rólegur kafli, þar sem myrk rödd talar eitthvað inná.
Ég heyri ekki hvað hann segir, en það skiptir ekki máli, því ég er of upptekinn í að skalla holu vegginn minn.
9,5/10




Nú til að summa þetta upp, þá er Sons of northern darkness gæða diskur, sem krefst þó nokkurar hlustunar áður en maður byrjar að fíla hann. Enn trúið mér, það er þess virði.

Svo ef má marka aðrar gagnrýni af þessum disk, þá er mitt review blaut tuska í andlitið á öllum þeim sem hafa heyrt þessa snilld.

Ég ætla nú að láta þetta gott heita. Ég kveð ykkur með tilvitnun í endasetningu á annari gagnrýnni á þessum disk:
“BUY IT OR DIE!!!”

Þar hafið þið það, góða nótt
Jako