Tool er brilljant hljómsveit sem er búin að vera til núna í rúm 10 ár en samt hafa þeir ekki náð að festa sig í sessi hjá rokkaðdáendum hérlendis allavega ekki miðað við að þeir hafa sama og ekkert verið spilaðir á Radíó X (og X-inu áður). Ég hef ekki heyrt þá spilaða a.m.k.
Athygli hefur nýlega dregist af þeim eftir að söngvari hljómsveitarinnar Maynard James Keenan söng með hljómsveitinni A Perfect Circle sem náði nokkrum vinsældum en þá hljómsveit stofnaði hann með Billy Howerdel sem var gítartæknikallinn hjá Tool. Aðrir meðlimir Tool eru Adam Jones (gítar), Danny Carey (trommur) og Justin Chancellor (bassi) en hann tók við af Paul D'Amour árið 1996.
Tool hafa gefið út þrjár plötur Opiate (EP) árið 1992, Undertow árið 1993, Ænima árið 1996 og tónleikaplötuna Salival árið 2000. Þessar plötur eru hreint algjör snilld og ég hvet alla þungarokkara að tékka á þeim sem fyrst.
Mér finnst hreint með ólíkindum að þessi hljómsveit hafi ekki fengið meiri athygli. Þétt rokk með efnismiklum textum.