Celtic Frost - Morbid Tales (1984) Slayer upphafsmenn thrash-metals? Ó, nei!! Ég hef aldrei talið Slayer upphafsmenn thrash metals, og nú fyrst hef ég borðliggjandi sannarnir fyrir því – plötuna ‘Morbid Tales’ með snillingunum svissnesku í Celtic Frost. Eins og Bathory eru þekktir að mestu leyti fyrir það hvernig þeir voru á árunum 1988 – 1991 (‘Blood Fire Death’, ‘Hammerheart’ og ‘Twilight Of The Gods’), eru Celtic Frost mest þekktir hvernig þeir þróuðust yfir í einhvers konar Art Rock band með punk áhrifum hér og þar, eins á plötunni ‘Into The Pandemonium’, gefinn út all nokkrum árum eftir ‘Morbid Tales’. En báðar hljómsveitir voru í byrjun allgjört thrash-metal/ old-school black metal, og ef litið er á fyrri verk beggja hljómsveita má sjá miklu meiri áhrif frá því en því sem er á seinni plötum hljómsveitinna.

Celtic Frost eru eins og ‘Lord Of the Rings’ þungarokksins, en þá hefur hljómsveitinn Hellhammer verið ´Hobbitinn’. Eftir að thrash-metal hljómsveitinn Hellhammer var nýbúinn að gefa út snilldar demoið ‘Apocolyptic Raids’, hættu þeir eftir að hafa eytt minna en ári saman. Einu upptökurnar sem er hægt að nálgast með Hellhammer er demoið, með tveimur aukalögum sem tekinn voru upp fyrir einhvern safndisk áður en að bandið hætti. Demoið er svo klassískt að stór-hljómsveitir eins og Sepultura eru enn að taka lög eftir snillingana. Til dæmis er lagið ‘Messiah’ (upprunalega eftir Hellhammer) að finna í útfærslu Sepultura á ný-útgefni covers-only E.P plötu sem nefnist ‘Revolusongs’ – en Sepultura unnu líka bug á Celtic Frost slagarnum ‘Procreation (Of The Wicked)’ áður en að Max Cavalera yfirgaf bandið. Einnig er hægt að finna einhvern Hellhammer bootleg sem var tekinn upp einhverstaðar á litlum tónleikum rétt áður en hljómsveitinn lagði upp laupana, en sá gripur inniheldur 17 lög ef ég man rétt. Eftir að Hellhammer hætti snemma á árinu 1983, runnu fyrrverandi meðlimir Hellhammer í svissnesku thrash metal hljómsveitina Celtic Frost. Eftir að hafa eytt minna en ári saman, tókst hljómsveitinni að afreka mikið jafnvel áður en að þeir höfðu spilað sína fyrstu tónleika, að taka upp hina eftirminnilegu ‘Morbid Tales’ sem ég ætla að fjalla um í þessari grein minni.

Maður ætti ekki að vera að búast við neinu hljómborðs-introi sem á að gera mann afvegaleiddan af afslöpun þegar maður setur stykkið á fóninn í fyrsta skipti. Opnunarlagið ‘Into The Crypt Of Rays’ byrjar á vægu ópi frá söngvaranum og stefnir hiklaust svo á fullan kraft – með öllum einkennum Celtic Frost, svolítið thrash, svolítið punk og svolítið rokk og róll, en öll frumefnin blandast vel saman, alla vega á þessari plötu. Lög eins og ‘Visions Of Morality’ og titlag plötunar (sem breytti lífi mínu) voru helsta hvatning uppreinsagjarna unglinga í að stofna Death Metal hljómsveitir eins og Death, Deicide, Possessed og Morbid Angel. Lögin tvö hljóma vel á plötunni, en hvað þá á tónleikum, ég fá næstum því taugaáfall við það að ímynda mér það. ‘Procreation (Of The Wicked)’ er eftirminnileg ballaða, og getur gert mann bilaðan af snilld af og til. En hvernig sem hlustandinn flokkar ‘Morbid Tales’, getur hann ekki sagt diskinn vera fyrirsjáanlegan. Kvennsöngurinn í ‘Return To The Eve’ og dauðadansinn ‘Danse Macabre’ koma á sífellt á óvart en eru jafnframt einu vísbendingar á plötunni um hvað framtíð Celtic Frost mundi bera í skauti sér. Allar frægustu (þungarokks) hljómsveitir nútímans mundu nefna Celtic Frost ef þeir væru spurðar út í hvað hafði ein mestu áhrif á þá þegar þeir voru í skógi [á sokkabandsárum sínum]. Opeth, Dimmu Borgir, Sepultura, Entombed og fleira hafa tekið lög eftir Celtic Frost í sinni eigin útfærslu sem eru öll af ‘Morbid Tales’og lög sem höfðu áhrif á mótun þungarokki nútímans eru t.d ‘Immortal Rites’ með Morbid Angel, ‘Raining Blood’ með Slayer, ‘Ace Of Spades’ með Motörhead og hvaða lag sem er af ‘Morbid Tales’ með Celtic Frost. Þrátt fyrir að vera lítið þekktir eiga þeir samt best við unga þungarokks aðdáendur sem jafn mikil snilld og aðrar hljómsveitir sem ungi þungarokks-unnandinn heldur mest upp á og ég vona að greininn/gangrýninn náði þeirri athygli til þeirra sem lásu hana, og ég hvet ykkur endilega til að kynna ykkur gripinn.