1. Intro
2. This is the new shit
3. mOBSCENE
4. Doll-dagga buzz-buzz ziggety-zagg
5. Use your fist and not your mouth
6. The golden age of grotesque
7. (s)aint
8. Ka-Boom Ka-Boom
9. Slutgarden
10. Spade
11. Para-noir
12. The bright young things
13. Better of two evils
14. Vodevil
15. Obseguy (the death of art)

Þetta er semsagt track-listinn á nýjasta Manson disknum sem kemur út 13. maí. En með hjálp internetsins þá er ég akkúrat núna að hlusta á hann. Auðvitað. Ég er búinn að vera að hlusta á hann nánast stanslaust síðust tvo daga. Manson er núna kominn með nýjan bassaleikara sem heitir Tim Skold í staðinn fyrir Twiggy Ramirez sem yfirgaf hljómsveitina í síðasta ári (snökt). Hér hafa nokkarar áherslubreytingar orðið síðan á síðustu plötu (Holy Wood). Hér er til dæmis varla að finna eina einustu ballöðu. Kannski að Spade komist næst því. Mikið öskri og gítar-riffum. Platan byrjar náttúrulega á introi eins og allar nútímaplötur að því er virðist. Svo stekkur introið inn í This is the new shit (sem verður einmitt í Matrix reloaded) Lagið byrjar rólega en svo kemur viðlagið og þá er ljóst í hvað stefnir. “Are you motherfucking ready for the new shit!”. Alveg fínt lag. Svo koma rokklögin í röðum og eiginlega má segja að einu lögin sem eru ekki rokkslagarar séu golden age of grotesque, spade, para-noir og obseguy (the death of art) (sem er eiginlega bara outro). Það lag sem er kannski mesti crowd-pleaserinn er sennilega Doll-dagga buzz-buzz ziggety-zagg. Spilaði það fyrir vini mína sem eru nú kannski ekki jafn tónlistarlega þenkjandi og ég og þeir vildu heyra það aftur og aftur. mOBSCENE, sem er núna í spilun á x-inu, er kannski ekki besta lagið á disknum en samt fínt lag. Vona að Doll-dagga buzz-buzz ziggety-zagg verði næsta smáskífa.
En niðurstaðan er semsagt sú að þetta er hörkudiskur og hefur Manson ekki öskrað jafn mikið síðan á Antichrist Superstar. Þessi diskur er við fyrstu hlustun betri en Holy wood. Textarnir eru ekki jafn mikið bögg út í guð en meira um kynlíf og stjörnulífið. Þessi fer ekki úr spilaranum hjá mér næstu vikurnar.
Bestu lög (allaveganna í augnablikinu):Doll-dagga buzz-buzz ziggety-zagg og (s)aint.
Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?