dordingull.com er 4 ára!
Í gær laugardaginn 23.mars var heldur betur merkur áfangi í sögu þungarokks/harðkjarna tónlistar á íslandi, því að heimasíðan doridngull.com náði þeim merka áfanga að verða 4 ára. Í tilefni að því verða haldnir tónleikar á vegum síðunar um næstu helgi.

Instil á Íslandi!
Eins og áður hefur komið fram, þá er Hollenska hljómsveitin Instil á leiðinni til landsins og mun hún spila hér á íslandi á nokkrum tónleikum. Hljómsveitin mun spila á 3 tónleikum hérna á landi í viðbót við að spila nokkur lög sem gestahljómsveit á úrslitarkvöldi músíktilrauna.

Fyrstu alvöru tónleikar sveitarinnar verða haldnir á Grand Rokk strax eftir músíktilraunir föstudaginn 28. mars og munu hljómsveitirnar Dys og Changer hita upp fyrir sveitina. Daginn eftir mun hljómsveitin spila á tónleikum í Miðbergi (breiðholti) þar sem hljómsveitirnar I adapt og Andlát spila einnig, þessir tónleikar eru sérstakir að því leiti eru fyrir alla aldurshópa. Seinna sama kvöld mun hljómsveitin spila sína loka tónleika á Grandrokk og verða þá hljómsveitirnar Sólstafir og Dark Harvest einnig að spila.

Hérna að neðan má finna nánari upplýsingar um þessa tónleika
(dordingull.com/tonleikar)

Instil á íslandi! - Grand Rokk - 28. mars
Eftir smá upphitun á úrslitarkvöldi músíktilrauna föstudagskvöldið 28. mars, þar sem hollenska hljómsveitin INSTIL verður í gestahlutverki, verður sko aldeilis rokkað á GrandRokk. Þar mun hljómsveitin Changer einnig spila í viðbót við pönk sveitina DYS. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og kostar 800 kr. inn. Brjálæðin hefjast kl. 24:00 - 800kr. 20ára aldurstakmark

Instil (Holland)
Changer
DYS

Afmælistónleikar dordingull.com:
dordingull.com 4 ára part 1 - Miðberg Breiðholti - 29. mars
Laugardaginn 29. mars verða haldnir heljarinnar rokktónleikar vegna afmælis dordingull.com. Síðan er um þessar mundir 4 ára og verður því mikil hátíð á vegum síðunnar. Á þessum merkilegu tónleikum spila einnig hljómsveitirnar I adapt (ein vinsælasta rokk hljómsveit landsins) og Andlát (sem eru að undirbúa útgáfu á sinni fyrstu alvöru plötu). Herlegheitin hefjast kl. 17:00 - 800kr. Ekkert aldurstakmark

Instil (Holland)
I adapt
Andlát

dordingull.com 4 ára part 2 - Grand Rokk - 29. mars
seinna um kvöldið sama dag (laugardag) verður haldin seinni hluti þessa merku afmælistónleika . Á tónleikum spila einnig hljómsveitirnar, Sólstafir (Heiðnu hetjurnar) og Dark Harvest (sem inniheldur meðlimi Changer, Forgarðs Helvítis og Exizt). Þetta eru tónleikar sem ENGINN má missa af! Hefst um kl. 22:00 - 800kr. 20 ára aldurstakmark (18. gr. áfngislaga)

Instil (Holland)
Sólstafir
Dark Harvest

Ef það eru einhverjar spurningar um þessa tónleika eða hljómsveitirnar sem á þeim spila endilega hafði samband við okkur á harðkjarna (dordingull.com) með því að senda email til: hardkjarni@dordingull.com, einnig er hægt að skoða allar nánari upplýsingar um alla stærri tónleika á vegum síðunnar hérna: http://www.dordingull.com/tonleikar

með von um góðar undirtektir

Valli
dordingull.com