Andreas Kisser sagði nýlega frá nokkrum lögum á nýju sepultura plötunni og er þessar upplýsingar að finna hér fyrir neðan:
Sepulnation - Þetta lag segir frá okkar hugsun um þessa þjóð sem við viljum búa til.
Revolt - Þetta lag er mjög hratt og stutt, það fjallar um stríð og leitina að einhverju betra
One Man Army - Lagið fjallar um hve mikil áhrif einn maður getur haft, hvernig ein maður getur komið stríði af stað og hvernig einn maður getur hjálpað til í umhverfsmálum.
Thlio - Thlio þýðir á enskri tungu “union”, lagið var samið á klassískan gítar.
Who Must Die - þetta lag fjallar um dauðarefsingu og er um leit að svörum.
Reject - fjallar um fjölmiðla og áhrif þeirra á fólk
Saga - lag sem Sepultura menn spiluðu á “Tattoo The Earth” túrnum, fjallar um sögu Andreas Kisser.
Bela Lugosi's Dead - þetta lag er cover lag og er upprunalega eftir hljómsveitina “Bauhaus”. Lagið er allt öðruvísi en upprunalega lagið, og er hægt, en mjög þungt, endar líklega sem aukalag á smáskífu.
Rise Above - annað coverlag og er eftir hljómsveitina “Black flag” þetta er frábærtlag og er jafnvel möguleiki að lagið endi á plötunni.

Fréttir af harðkjarnavefnim á dordingull.com