Ég var að skoða plötulista ársins hjá morgunblaðinu (frá því 31.des 2000) og þar kom harða rokkið á íslandi vel út. Mínus var auðvitað áberandi, og það kom skemmtilega á óvart að 2 plötur frá harðkjarnaútgáfunni (harðkjarni records) komust á þennan lista, bæði Vígspá (neðan úr níunda heimi) og Snafu (anger is not enough). Þetta eru aðvitað góðar fréttir fyrir íslenska harðkjarnatónlist og ég ráðlegg öllum að styrkja böndin bæði með því að kaupa af þeim demo og/eða plötur, mæta á tónleika og láta alla vita hvenær tónleikar eru svo að sem flestir getið upplifað senuna hér á landi.